fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Alls 87 fengu skattaafslátt – Karlar í meirihluta

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fyrirtækja og stofnana nýtti sér á síðasta ári heimild til þess að sækja um frádrátt frá tekjuskatti fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi vegna sérþekkingar og reynslu. Nefnd sem tekur á móti umsóknum um frádráttinn fékk 113 slíkar umsóknir í fyrra og afgreiddi 111 þeirra. 87 umsóknir voru samþykktar, eða 77%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Langflestar umsóknirnar komu frá fyrirtækjum, eða alls 75 og voru 72% þeirra samþykktar. Frá háskólum komu 29 umsóknir og voru allar samþykktar, en ein er enn í vinnslu.  9 umsóknir komu frá stofnunum ríkis eða sveitarfélaga, sjúkrahúsum eða sjálfseignarstofnunum og var rúmlega helmingur þeirra samþykktur.

Karlar eru í meirihluta umsækjenda, eða 60% en meðalaldur allra umsækjenda er 34 ár. Karlar eru á bak við um 65% samþykktra umsókna en konur 35%. Af þeim sem sóttu um eru 40% með doktorspróf, 36% með masterspróf og 17% með bakkalárpróf, en um helmingur samþykktra umsókna er vegna umsækjenda sem lokið hafa doktorsprófi.

Umsækjendur eru frá 34 löndum. Þar af er 21 umsækjandi frá Íslandi, en þar um að ræða einstaklinga sem dvalist hafa erlendis við nám eða störf og komið til Íslands til starfa að því loknu. Þá eru fjórtán frá Indlandi og tólf frá Bandaríkjunum en færri sérfræðingar frá öðrum ríkjum.

Með lögum nr. 79/2016 var lögfest breyting á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja, þar á meðal frádráttarheimildir fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. Reglugerð sem byggist á ofangreindum lögum um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga var gefin út í lok árs 2016. Heimildin felur í sér að þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði geta nýtt heimild í tekjuskattslögunum um að einungis 75% tekna þeirra séu tekjuskattsskyldar, bæði í staðgreiðslu og við endanlega álagningu, fyrstu þrjú árin í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG