fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir Viðreisn þrífast á að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn – „Flokkur reistur á neikvæðni lifir aldrei lengi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 15:10

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sendir Viðreisn væna pillu í pistli dagsins. Segir hann neikvæðni vera hluta af eðli flokksins, sem þrífist á að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn.

Tilefnið er meðal annars grein Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi formanns og eins stofnanda Viðreisnar í Morgunblaðinu í dag, þar sem Benedikt sendir Birni og Sjálfstæðismönnum pillu vegna þriðja orkupakkans.

Björn segir um þetta:

„Er ekki nein jákvæð stefna leiðarljós Viðreisnar um þessar mundir heldur áreiti í garð annarra með misvísandi tilvitnunum í einstaklinga í von um að á þann veg megi styrkja málstað flokksins,“

Björn minnist einnig á að Viðreisn hafi barist fyrir ESB aðild með litlum árangri, „svo að vægt sé til orða tekið.“

Ristir ekki djúpt

Hann vísar einnig til fréttaskrifa á Hringbraut og Fréttablaðinu, miðla sem eru í eigu Helga Magnússonar, eins stofnenda Viðreisnar:

 „Á vefsíðu Hringbrautar og í húskarlahorni Fréttablaðsins er leitast við að draga upp sem neikvæðasta mynd af Sjálfstæðisflokknum,“

segir Björn en Hringbraut fjallaði um þegar almannatengillinn Andrés Jónsson hélt því fram í Silfrinu að sjálfstæðismenn hefðu haldið krísufundi í Valhöll þegar Miðflokkurinn hefði mælst stærsti flokkur landsins.

„Í húskarlahorni Fréttablaðsins eru þessi orð túlkuð á þennan hátt mánudaginn 27. janúar: „Útskýrir þetta fýlusvipinn á ráðherrum flokksins eftir krísufund í Valhöll á mánudaginn síðastliðinn.““

skrifar Björn og er ekki skemmt yfir þessum fréttaskrifum:

„Stjórnmálagreiningar af þessu tagi rista ekki djúpt og breyta engu til eða frá. Þær eru hins vegar dæmigerðar fyrir málgögn þeirra sem eru án stefnu og telja að meta eigi gang mála af því hvort menn komi saman til funda eða hver séu svipbrigði þeirra.“

Ögri borgarbúum

Björn lætur einnig borgarfulltrúa Viðreisnar heyra það og segir þá ganga lengra en borgarstjóri og Samfylkingin, við að ögra borgarbúum með einkennilegri afstöðu og yfirlýsingum:

„Hvert vandræðamálið rekur annað en ávallt eru Viðreisnarfulltrúarnir tilbúnir til að sópa vandanum undir teppið.“

Neikvæðnin hluti af eðlinu

Þá segir Björn að Viðreisn sé reist á neikvæðni og þrífist á að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn:

„Nú virðist Viðreisn helst þrífast á að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn megi marka málgögn hans og skrif forystumanna flokksins auk hollustu hans við Samfylkinguna í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur reistur á neikvæðni lifir aldrei lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki