fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hissa á brotthvarfi Guðmundar: „Algjörlega galnar fréttir að vestan“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hefur Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, látið af störfum. Er sagt um sameiginlegt samkomulag að ræða en í tilkynningu er skýringin sögð ólík sýn hans og meirihlutans á verkefni á vettvangi bæjarins og sagði forseti bæjarstjórnar, Kristján Kristjánsson, að best væri að leiðir skilji þegar menn gangi ekki í takt.

Hvorki Guðmundur né Kristján vildu þó meina að eitthvað sérstakt hefði komið upp, eitthvað eitt mál sem hefði gert þetta að verkum, heldur hefði verið um nokkurn aðdraganda að ræða.

Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli, bæði innan Ísafjarðarbæjar og utan, þar sem fólk virðist hissa á þessari ákvörðun, þar sem Guðmundur hafi staðið sig afspyrnu vel í starfi, ekki síst á liðnum dögum eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði, þar sem hann var áberandi í fjölmiðlum.

Á samfélagsmiðlum má sjá mikinn stuðning við Guðmund.

Guðmundur sé Gary Martin

Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, líkir þessu við mistökin sem Valur gerði í leikmannamálum sínum fyrir síðustu leiktíð:

„fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður Gary Martin þessa árs. Ísafjarðarbær, Valur. Fyrir utan hversu glórulaus þessi bæjarstjórakapall er, er þetta tæpast ódýrt.“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, segir á Twitter að þetta sé einkennilegt mál:

„Þetta kemur á óvart. Mér fannst einsog allir hefðu dáðst að framgöngu bæjarstjórans í náttúruhamförunum fyrir vestan og eftirmálum þeirra. Virkar mjög einkennilegt svona utanfrá.“

Andrés Jónsson, almannatengill, skrifar á Twitter:

„Þetta er synd. Guðmundur hefur verið sýnilegur og öflugur talsmaður þessa samfélags þarna fyrir vestan“

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur á Ísafirði, slær á létta strengi:

„Nú spyr ég einsog skilnaðarbarn. Getur maður ráðið hvort maður býr þá hjá Guðmundi eða meirihlutanum?“

Þá segir fyrrverandi blaðamaður Fréttablaðsins, Sveinn Arnarsson, að þetta séu galnar fréttir:

„Þetta eru algjörlega galnar fréttir að vestan. Gummi hefur staðið sig að mínu mati afskaplega vel og verið flottur málsvari bæði síns sveitarfélags sem og landshlutans í heild.“

Ísfirðingar slegnir

Heimamenn virðast furðu slegnir yfir þessum fréttum:

„Dapur í dag. Var að lesa að Guðmundur sé hættur/látinn fara/rekinn. Ástæðan sem gefin er upp er ólík sýn meirihlutans og hans. Ég sem var farinn að sjá breytingar á pólitíkinni hér. Þetta er ömurlegt og nú förum við aftur á kunnuglegar slóðir stjórnmála. Við ætlum aldrei að læra…“

segir Guðjón M. Þorsteinsson.

„Þekki ekki þennan bæjarstjóra persónulega en hann hefur sýnt afburðahæfni á erfiðum stundum eftir snjóflóðin og hvernig í óskopunum ætla bæjarbúar sveitarfélagsinss að láta svona gullmola skolast í burtu með oðru braki úr flóðunum. Kallið fram íbúafund um málið strax og fá á hreint ef forseti bæjarstjórnar hefur verið í aftursætinu en ekki í sviðsljóssinu??“

spyr annar.

Annar heimamaður segir engan sýnilegan ágreining hafa verið um störf Guðmundar:

„Guðmundur Gunnarsson hefur staðið sig afburða vel í starfi bæjarstjóra. Ágreiningur sem meirihlutinn nefnir sem ástæðu uppsagnar hefur ekki verið sýnilegur, og Guðmundur vel látinn af verkum sínum meðal bæjarbúa og einnig gamalla og brottfluttra bæjarbúa, sem enn þykir vænt um gamla bæinn sinn. Í þeim áföllum sem riðu yfir Flateyri og Suðureyri var Guðundur sem klettur og yfirvegaður leiðtogi, mér er til efs að nokkuur þeirra bæjarfulltrúa sem standa að brottreksti Guðmundar geti komist í hálfkvist við hann í starfi bæjarstjóra. Ég óska Guðmundi farsældar í nýju starfi, sem hann finnur auðveldlega, á Ísafirði eða annars staðar.“

Þá segir Ásgeir nokkur að um sé að ræða óráðsíu og líklegt að oddvitar flokkanna ætli sér starfið sjálfir:

„Ágreiningur um hvað? Var ekki ráðinn hlutlaus bæjarstjóri? Hans persónlega sýn á málin skiptir engu máli, honum ber bara að framkvæma það sem bæjarstjórn leggur fyrir hann.
Líklegt að bærinn þurfi að greiða full laun í 3-6 mánuði, um 5-10 milljónir. Hver ber ábyrgð á þessari óráðsíu? Líklegt er að annar hvor oddivita meirihlutaflokkanna ætli sér sjálfir starfið það sem eftir lifir kjörtímabilssins og spara við það bænum nokkrar milljónir í ráðningarkostnað.“

Þá er alltaf stutt í húmorinn hjá Ísfirðingnum Kristjáni Frey Halldórssyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Funklistans fræga:

„Úff, það getur verið að Gummi komi vel fyrir í fjölmiðlum og hafi staðið sig vel í þessu starfi en það er ægilega óheppilegt að meirihlutinn hafi akkúrat núna fattað að Gummi er auðvitað … Bolvíkingur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega