fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 09:10

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag og fjallar hann um ástandið á Landspítalanum, eða öllu heldur aðgerðirnar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur gripið til, eftir að hafa sjálf sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysis og framgöngu í garð lækna. Sérstakur átakshópur hefur verið stofnaður sem skila á tillögum sínum um lausnir.

Sjá einnig: Svandís um neyðarástandið á Landspítalanum – „Við því hefur verið brugðist“

Líkir Sunna aðgerðunum við að plástur sé settur á vandann, semsé ekki nóg:

„Það þarf miklu meira en einn plástur á sárið því sýkingin er byrjuð að grassera. Það er heldur ekki nóg að gefa bara fyrirheit, það þarf að láta verkin tala.“

Ekki nýtt af nálinni

Hún minnir á að áður hafi verið sett saman nefnd um vanda Landspítalans:

„Málefni bráðamóttökunnar ber nú hæst og eftir háværa umræðu hefur svokallaður átakshópur verið skipaður í þeim tilgangi að greina þann vanda sem uppi er. Að auki hefur því verið lýst yfir að einnig komi til greina að fá ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company til að taka stöðuna út,“

segir Sunna en téð fyrirtæki var einmitt fengið til að gera slíkt hið sama árið 2016:

„Samhliða því voru settar á laggirnar nefndir til þess að greina stöðuna í frekari öreindir og heildarkostnaður var í kringum þrjátíu milljónir. Niðurstaða fyrirtækisins var nokkuð skýr en þar var meðal annars bent á að Íslendingar veiti minnst Norðurlandaþjóða af opinberu fé til heilbrigðismála, þá um 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu. Þá kom sömuleiðis fram að meðalinnlögn hvers sjúklings væri allt of löng og væri í reynd birtingarmynd fjölda vandamála á spítalanum. Hver sjúklingur dvaldi þá að meðaltali í 7,8 daga á spítalanum.“

Lausnin lá fyrir

Sunna Karen nefnir síðan að í kjölfar metnaðarfullrar skýrslu hefði verið lagt til að fara í tafarlausar aðgerðir sem myndu leysa vandann innan fjögurra ára:

„Í dag, tæpum fjórum árum síðar, nema heilbrigðisútgjöld um 8,3 prósentum af vergri landsframleiðslu og hver sjúklingur dvelur að meðaltali í 7,6 daga á Landspítalanum.“

Sunna segir ekki útlit fyrir að nokkuð hafi verið gert og allra síst sé verið að vinna að þessu vandamáli nú. Vandinn hafi frekar fengið að vaxa og varpi skugga á starfsemina.

Enn ein nefndin

Að lokum hæðist Sunna Karen að úrræði Svandísar, um að skipa enn eina nefndina:

„Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð til að greina vanda spítalans enn frekar og leita á annarra og nýrra leiða til þess að leysa það sem miður hefur farið. Nefndin fær fjórar vikur til að skila niðurstöðum sínum og þá verður líklega skipuð önnur nefnd sem fær það hlutverk að finna út hvort leiðirnar séu í raun færar. Slík vinnubrögð hafa fengið að viðgangast lengi en núna er kominn tími til að hlusta á þá sem starfa innan veggja Landspítalans og þær áhyggjuraddir sem nú eru uppi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims