fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Sigurjóni blöskrar tímakaupið hjá borgarstjóra – „230 þúsund fyrir klukkutíma fund“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 14:30

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur dregist inn í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar, en um 1800 félagsmenn Eflingar vinna hjá borginni. Greiða þeir atkvæði í dag um hvort farið verður í verkfallsaðgerðir í byrjun febrúar, þar sem ekkert hefur gengið í kjarasamningaviðræðum. Hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dregið Dag til ábyrgðar vegna kjaradeilunnar:

„Við viljum að þú, æðsti yfirmaður starfsmanna borgarinnar, horfist í augu við okkur og hlustir á okkur. Við viljum að þú meðtakir mikilvægar staðreyndir um störfin okkar, um launakjörin okkar og aðstæðurnar sem við búum við,“

segir í tilkynningu Eflingar.

Efling hefur boðið borgarstjóra til opins samningafundar í Iðnó á morgun, miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13:00 þar sem samninganefnd Eflingar mun kynna tilboð sitt til borgarinnar um „sanngjarnan og farsælan kjarasamning“ sem gildi til loka árs 2022.

Hátt tímakaup borgarstjóra

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, kemur með innlegg inn í kjaraumræðuna og minnir á að Dagur, sem fær um tvær milljónir á mánuði í laun sem borgarstjóri, fái einnig greitt fyrir stjórnarformennsku sína í stjórn slökkviliðsins. Fyrir það fær borgarstjóri 230 þúsund krónur aukalega á mánuði, en fundir eru einu sinni í mánuði.

Sigurjón segir fundina ekki langa:

„Fundir stjórnarinnar eru aldrei langir. Tveir síðustu fundir voru annars vegar í hálftíma og hins vegar klukkustund.“

Dagur fær því veglega greitt fyrir hverja vinnustund.

Til samanburðar má nefna að 17 aðildarfélög SGS sömdu við Samband íslenskra sveitarfélaga á dögunum um 90.000 króna launahækkun.

Efling fór hins vegar fram á meiri hækkun launa fyrir sína félagsmenn hjá Reykjavíkurborg og eru þær hækkanir sagðar nokkuð umfram 90 þúsund krónurnar, þó það liggi ekki fyrir nákvæmlega.

Það sem liggur fyrir er að Efling fór fram á 400 þúsund króna desemberuppbót, en hún hefur verið 97 þúsund krónur síðustu ár, en verður 120 þúsund krónur hjá hinum aðildarfélögum SGS. Það er því um 300% hækkun á desemberuppbót, sem fyrir 1800 félagsmenn Eflingar myndi kosta borgina um 720 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir