fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Lítill stuðningur við fjárstuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið, er fjórðungur þeirra sem taka afstöðu hlynntur hugmyndum um fjárstuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla. Rúmlega 44% eru þessu andvíg og 30% eru hvorki hlynnt né andvíg.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Samkvæmt frumvarpi frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður 400 milljónum veitt árlega í stuðning við einkarekna fjölmiðla að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en umsagnarfrestur um það rann út 10. janúar.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þá eru aðeins 32% stuðningsfólks Framsóknarflokksins hlynnt þessum hugmyndum Lilju. 42% eru þeim andvígir. Minnsti stuðningurinn við frumvarpið er hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins en aðeins 19% þess styður frumvarpið en 55% eru því andvíg. Af stuðningsfólki Miðflokksins styðja 21% þessar hugmyndir en helmingur er þeim andvígur. Mesti stuðningurinn við þessar hugmyndir mælist hjá Samfylkingarfólki en 44% þess styðja þessi áform en 37% eru þeim andvíg. Hjá Vinstri grænum styðja 35% hugmyndirnar en 33% eru þeim andvíg. Hjá Viðreins er um þriðjungur stuðningsfólks hlynnt þessu en 38% andvíg. Hjá Pírötum eru 29% stuðningsfólks hlynnt en 45% andvíg.

„Ég fagna því að rúmur fjórðungur þjóðarinnar vill styðja við rekstrarumhverfi fjölmiðla. 55 prósent þjóðarinnar eru hlynnt eða hafa ekki mótað sér skoðun á frumvarpinu og því er hægt að una vel við það. Í síðustu viku funduðum við með sænsku fjölmiðlanefndinni og fram kom þar að stuðningskerfi af þessu tagi hefði reynst vel. Ég segi, annaðhvort höfum við hugrekki í því að styðja betur við fjölmiðla landsins eða ekki. Lengi hefur verið í umræðunni að fara í aðgerðir en fátt komið fram fyrr en nú.“

Hefur Fréttablaðið eftir Lilju Alfreðsdóttur um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. 2.170 manns, 18 ára og eldri, voru í úrtakinu. Svarhlutfallið var 52% og voru gögnin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki