Sunnudagur 23.febrúar 2020
Eyjan

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 16:00

Aðeins einu sinni hefur reynt á lögin, þegar Alþingi ákærði Geir Haarde.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Tillagan var lögð fram af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu.

„Á undanförnum áratugum hafa lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm sætt gagnrýni hér á landi í ljósi réttarþróunar í sakamálaréttarfari. Slíka gagnrýni er til að mynda að finna í skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda frá 1999, skýrslu um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu frá 2009 og í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010. Árið 2010 ályktaði Alþingi að slík endurskoðun skyldi fara fram á vegum Alþingis en ekki varð af þeirri endurskoðun. Í þeirri vinnu sem nú stendur yfir um breytingar á stjórnarskrá á vettvangi formanna stjórnmálaflokka hefur málefnið verið rætt og ljóst að rík þörf er á endurskoðun laganna,“

segir jafnframt í tilkynningu.

Lögin hafa margoft verið rædd á Alþingi, ekki síst eftir að Geir H. Haarde var ákærður af Alþingi í kjölfar hrunsins, en það er eina skiptið sem reynt hefur á þau.

Endurskoðun laganna mun meðal annars taka til skýrleika refsiákvæða um embættisbrot, aðdraganda ákæru, svo sem frumkvæði að rannsókn á embættisfærslum, umgjörð máls og hlutverk þingnefnda í því sambandi, og skipan Landsdóms. Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að leiða vinnuna og standa vonir til þess að henni verði lokið á haustmánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann