fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Eyjan

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður almannavarnanefndar, er nú á leiðinni til Flateyrar með varðskipinu Þór frá Ísafirði, ásamt áfallateymi frá Rauða krossinum og sálfræðingi. Er áætlað að Þór komi á svæðið um 11 leytið.

Opna á fjöldahjálpamiðstöð á svæðinu svo hægt sé að veita íbúum sem þurfa, áfallahjálp vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri í gærkvöldi, en allir bátar nema einn eyðilögðust í flothöfninni, sem og flothöfnin sjálf, vegna  annars flóðsins.

Í Súgandafirði, til móts við Suðureyri, olli snjóflóðið flóðbylgju þegar það skall í sjóinn, en ekkert tjón hlaust af þeirri flóðbylgju.

Ein unglingsstúlka á fermingaraldri lenti undir flóðinu á Flateyri, sem fór yfir varnargarðinn og féll á húsið við Ólafstún 14 en hún slasaðist ekki.

Vekur upp tilfinningar

Guðmundur sagði við Eyjuna að aðgerðastjórn væri að meta hættuna, en ekki er útséð með hvort fleiri flóð gætu fallið, þó svo reiknað sé með að svæðið ofan Flateyrar sé að mestu tæmt af snjó:

„Fólki er brugðið. En allir að vinna að því að taka utan um þá sem í hlut eiga.“

Guðmundur segir við RÚV að flóðin veki upp sterkar tilfinningar hjá vesftirðingum, en öllum er enn í fersku minni flóðin sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995:

„Svo er maður ennþá að jafna sig á þessu. Ég held að það sé best að útskýra það þannig að fyrir okkur Vestfirðinga er þetta mikið tilfinningamál. Þetta kveikir og ýfir upp miklar og sterkar tilfinningar. Björgunarsveitin Sæbjörg veitti fyrsta viðbragð og hefja þarna leit um leið. Fyrstu fregnir sem okkur bárust voru af flóðinu sem fellur á höfnina. Þetta var eins og oft var með fyrstu tíðindi óljóst til að byrja með en um leið og ljóst var hers eðlis var þá var öll áhersla og allur fókus settur á að finna þessa stúlku sem ekki var búið að gera grein fyrir.“

Guðmundur segir varnargarðinn sem reistur var eftir flóðið 1995 hafa gert mikið gagn:

„Þetta er í rauninni alveg við varnargarðinn. Ég hvet fólk til að skoða teikningar og yfirlitsmyndir af þessu. Það er – eins og okkur grunaði – engum blöðum um það að fletta að varnargarðar sem þarna hafa verið reistir til þess að verja byggðina og verja fólkið skiptir þarna sköpum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“