fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Talnaglöggur Arnór segir Bjarna Ben ljúga: „Telur fjármálaráðherra að eldri borgarar kunni ekki að reikna?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ragnarsson, sem titlar sig sem jákvæðan, talnaglöggan eldri borgara og fyrrverandi blaðamann, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafi farið með falsfréttir í kynningu sinni á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 í síðustu viku, og að boðaðar skattalækkanir standist ekki skoðun.

Arnór segir að venju samkvæmt hafi Bjarni lýst því hvernig auka ætti við tekjur þeirra sem minnst hefðu:

„Við kynninguna segir hann svo ósatt meðvitað eða ómeðvitað og skal ég færa rök fyrir því. Eldri borgari sem er með 300 þúsund kr. tekjur í dag fær útborgað kr. 246.627 krónur þ.e. 36,94% skatturinn er 110.820 krónur og persónuafslátturinn 56.447 krónur. Á næsta ári lítur dæmið svona út: Skatturinn af 300 þúsundunum er 35,04% eða 105.120 krónur og persónuafslátturinn 51.265 krónur. Eftir standa 246.145 krónur, eða 482 krónum minna en á þessu ári. Telur ráðherrann boðlegt að bjóða okkur eldri borgurum upp á þessar falsfréttir og skilur hann nú af hverju fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum?“

Arnór vill einnig að tekið verði á fasteignagjöldunum og kallar eftir viðbrögðum frá verkalýðsforystunni:

„Það má líka benda á það að alþingi ákveður ekki alla skatta sem lagðir eru á borgarana. Til er skattur sem heitir fasteignagjöld sem er auðvitað bara aukaútsvar sem bæjarfélögin leggja á íbúana. Það veit enginn fyrir hvað er verið að borga. Þetta kemur auðvitað til af því að hlutur bæjarsjóðanna af skattakökunni er of lítill. Þessi gjöld hækka ár frá ári mun meira en hefðbundnar verðvísitölur. Ég vona að þetta verði eitthvað lagað í meðförum þingsins og hvar eru hinir herskáu forystumenn verkalýðsforystunnar? Ætla þeir enn einu sinni að láta sína fyrrverandi félaga sitja í súpunni?“

Minnst lækkun hjá tekjulágum

Þess skal getið að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kom með samskonar gagnrýni á fjárlagafrumvarpið. Hann dró að vísu gagnrýni sína tilbaka eftir að hafa fengið betri tölulegar upplýsingar, en eftir stendur að hann telur skattalækkunina minnsta fyrir þá sem næst standa skattleysismörkum:

„Niðurstaðan af því að nota nýju persónuafsláttartöluna leiðir það í ljós að skattleysismörk haldast þrátt fyrir lækkun á upphæðinni miðað við hver þau hefðu annars orðið ef engar breytingar hefðu verið gerðar. Ný skattleysismörk eru semsagt 158.002 kr. en hefðu orðið 157.696 kr. Lægri skattprósenta á næsta ári (35,04% í fyrsta þrepi) skilar þá 3.806 kr. lægri skattgreiðslu fyrir tekjur upp á 352.379 kr. (sem er að vísu viðmiðið 2021 en eins og ég sagði, þessar upphæðir eru ekkert aðgengilegar þannig að þetta er eina talan sem ég get notað, munurinn er ekki mikill) en ef engar breytingar á skattkerfi hefðu verið gerðar (bara verðlagsuppfærsla á persónuafslætti). Þó 2. skattþrepið hækki þá nær það ekki þessari skattalækkun til baka áður en 3. þrepið tekur við sem er með óbreyttri prósentu.Sá sem væri með tekjur við hátekjuþrepið væri að greiða um 2.213 kr. minna í skatt en í óbreyttu kerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus