fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Sigríður tekur við af Áslaugu – Margir sýna ritaraembættinu áhuga

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 08:45

Sigríður Andersen. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu, mun taka við embætti formanns utanríkismálanefndar

af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er nýtekin við embætti dómsmálaráðherra. Þetta var ákveðið á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og Fréttablaðið greinir frá.

Þá mun Vilhjálmur Árnason verða varaformaður þingflokksins, en Áslaug gegndi því embætti einnig.

Ekki er búið að fylla í stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins, en kosið verður um hana á flokksráðsfundi þann 14. september, en þingmaðurinn Jón Gunnarsson, sem hótaði stjórnarslitum í síðustu viku hefur staðfest að hann ætli að gefa kost á sér.Þá eru borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir einnig nefnd.

Þá hefur Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna einnig ekki viljað útiloka framboð, og þá hefur Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings einnig fengið áskoranir um að bjóða sig fram.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar veltir málinu einnig fyrir sér samkvæmt Fréttablaðinu.

Strax má útiloka Brynjar Níelsson, sem gaf það út í síðustu viku að fyrr myndi hann „liggja dauður“ en að taka við af Áslaugu Örnu sem ritari flokksins, en Brynjar var orðaður við embætti dómsmálaráðherra og lét eftirfarandi orð falla á Facebook daginn eftir að Áslaug var tilnefnd.

Sjá nánar: Brynjar vill ekki verða ritari Sjálfstæðisflokksins:„Fyrr lægi ég dauður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt