fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Gunnar segir þá ríku fá hærri styrk frá Reykjavíkurborg en fátækir – Sjáðu töfluna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir hversu lág upphæðin er til þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg, en hún nemur 201.268 krónum á mánuði. Gagnrýnir Gunnar að þeir sem þiggji slíka aðstoð geti ekki fengið tekjur með öðrum hætti; þeir fái ekki örorkubætur né eftirlaun frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðum og séu gjarnan atvinnulausir, án þess þó að mega sækja um atvinnuleysisbætur:

„Í fyrra fengu um 2600 manns slíka aðstoð, en mislengi; á hverjum tíma eru um það bil 1100 manns sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Öllum er ljóst að engin leið er fyrir einstakling að draga fram lífið á 201.268 kr. á mánuði, engin leið er að borga fyrir fæði, klæði og húsnæði fyrir þessa upphæð,“

segir Gunnar.

Hinir ríku fái hærri „styrk“

Gunanr nefnir að fjárhagsaðstoðin hjá Reykjavíkurborg sé miklu lægri en  „styrkur“ sveitarfélaganna  til ríkustu íbúanna, þeirra sem njóti þess að útsvar sé ekki innheimt af fjármagnstekjum þeirra.

Gunnar birtir síðan töflu yfir þá sem höfðu hæstu fjármagnstekjurnar árið 2018 og umreiknar í „fátækrastyrk“:

„Ef við berum saman þau sem höfðu mestar fjármagnstekjur í fyrra þá er styrkur til hinna ríku þessi (innan sviga er hvað þetta fólk fékk mikla fjárhagsaðstoð í samanburði við hin fátæku sem leituðu til Reykjavíkurborgar til að eiga fyrir mat):

  1. Bergþór Jónsson: 320,7 m.kr. (133faldur fátækrastyrkur)
  2. Fritz Hendrik Berndsen: 318,8 m.kr. (132faldur fátækrastyrkur)
  3. Högni Pétur Sigurðsson: 163,8 m.kr. (68faldur fátækrastyrkur)
  4. Þórey Jónína Jónsdóttir: 79,3 m.kr. (33faldur fátækrastyrkur)
  5. Sigríður Vilhjálmsdóttir: 53,1 m.kr. (22faldur fátækrastyrkur)
  6. Höskuldur Tryggvason: 50,6 m.kr. (21faldur fátækrastyrkur)
  7. Grimur Karl Sæmundsen: 45,2 m.kr. (19faldur fátækrastyrkur)
  8. Herdís Hall: 41,0 m.kr. (17faldur fátækrastyrkur)
  9. Kjartan Páll Kjartansson: 38,1 m.kr. (16faldur fátækrastyrkur)
  10. Edda Hilmarsdóttir: 37,3 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)
  11. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson: 35,4 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)
  12. Karen Olga Ársælsdóttir: 35,2 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)
  13. Þórður Magnússon: 27,1 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)
  14. Karl Steingrímsson: 26,5 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)
  15. Ólafur Eggertsson: 25,9 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)
  16. Gunnar I Hafsteinsson: 24,5 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)
  17. Sigurður Helgason: 24,2 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)
  18. Kristján Loftsson: 23,2 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)
  19. Hreggviður Jónsson: 23,0 m.kr. (9faldur fátækrastyrkur)
  20. Árni Oddur Þórðarson: 22,4 m.kr. (9faldur fátækrastyrkur)

Miklar upphæðir óinnheimtar

Gunnar segir einnig að Reykjavíkurborg verði af miklum skatttekjum með því að innheimta ekki útsvar af fjármagnstekjum:

„Óinnheimt útsvar frá þessum 20 er 1.415 m.kr. Það má nota það til að borga 586 manns framfærslu tólf mánuði ársins. Nú eða hækka framfærsluna úr 210 þús. kr. í 309 þús. kr. Það má segja að hin fátækustu, 1100 fátækasta fólkið í Reykjavík, fái 99 þús. kr. minna í framfærslu á mánuði svo þessi 20 geti losnað við að borga útsvar, þökk sé stjórnmálafólkinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn