fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn hjólar í Þórdísi Lóu: „Tilraun til að skella skuldinni á kerfið frekar en þá sem ábyrgðina bera“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 16:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir borgarstjórnarmeirihlutann harðlega í pistli sínum í dag. Tilefnið er bakreikningur Sorpu upp á tæpa 1.4 milljarða króna sem upp komst á dögunum en Sorpa er í 56% eigu Reykjavíkurborgar.

Björn gagnrýnir viðbrögð og orðalag Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar í borgarstjórn, um málið, en hún sagði:

„Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur.“

Þetta segir Björn vera tilraun til að skella skuldinni á kerfið, frekar en þá sem raunverulega ábyrgð bera:

„Það er engu stjórnkerfi að kenna að ekki séu færðar 1.400 milljónir króna í reikning félags. Þar er ekki um annað en óstjórn að ræða. Listin í því að fara undan í flæmingi í von um að mál gleymist er helsta einkenni meirihlutans undir forystu Dags B. Eggertssonar.“

Af mörgu að taka

Björn týnir einnig til helstu málin frá kjörtímabilinu sem honum þykja til marks um mistök við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar, á vakt Dags B. Eggertssonar, svosem Braggamálið, Mathúsið við Hlemm og vitann við Sæbraut:

„Þegar rætt var um braggann mátti skilja niðurstöðuna á þann veg að ekki hefðu verið gefnar upp réttar kostnaðartölur í upphafi vegna þess að þá hefði aldrei verið ráðist í verkefnið. Átti þetta við um allar þessar framkvæmdir? Var þessari aðferð beitt í Sorpu? Henni var beitt hjá orkuveitunni við byggingu Orkuveituhússins, það átti að kosta 2,4 milljarða, kostaði 6 til 7 milljarða og hefur nú verið dæmt ónýtt að hluta.

Undanbrögðin í þágu óstjórnarinnar hjá þeim sem ábyrgðina bera benda til að litið sé á þetta sem reglu. Vegna Sorpu „blöskrar“ þeim vegna þess hve há upphæðin er, varpa síðan skuldinni á útsvarsgreiðendur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.“

Óstjórn á öllum sviðum

Í lokin bendir Björn á gagnrýni Kristins Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem gagnrýndi fjármál borgarinnar einnig:

„Í fyrra var til „Samstæðureikningur Reykjavíkurborgar“ ( fyrir árið 2017) sem sýndi skuldir borgarinnar ásamt „dótturfyrirtækjum“. Nú er enginn slíkur samstæðureikningur – bara ársreikningur OR og svo ársreikningur borgarinnar. Samanlagðar skuldir borgarinnar + OR eru (báðir ársreikningar) virðast því 243% fyrir árið 2018. Ég reiknaði bara 93% af skuldum OR eins og eignahlutir borgarinnar í OR. Af hverju er „samstæðureikningurinn“ látinn hverfa fyrir árið 2018? Samt eru eftir fleiri skuldir – hlutur borgarinnar í skuldum Sorpu – Línu/Net o.fl. Borgin „á“ 56% í Sorpu og þar með 56% af skuldunum. Heildar skuldir borgarinnar virðast því komnar yfir 250% af veltu ( árslok 2018) – og enginn segir neitt… RÚV „fór á límingunum“ af hneykslun þegar Reykjanesbær skuldaði 230% af veltu… en þá var Sjálfstæðisflokkurinn þar í meirihluta sem er „allt annað mál“ Nú eru „réttir aðilar“ við stjórn Reykjavíkurborgar (að mati RUV?) og þá skal „logið með þögninni“ eins og maðurinn sagði… Óstjórnin hjá Reykjavíkurborg virðist á öllum sviðum – hrikaleg…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega