Laugardagur 07.desember 2019
Eyjan

Sif segir akstur ekki mannréttindi: „Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í fleirum en virðist við fyrstu sýn?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru það mannréttindi að þurfa ekki að sitja fastur í umferðarteppu?“, spyr Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsrýnir í Fréttablaðinu í dag. Tilefni skrifa hennar er fullyrðing Ásgerðar Jónu Flosadóttur , varaborgarfulltrúa Flokk fólksins, um að meirihlutinn í Reykjavík reyni vísvitandi að tefja umferð borgarinnar til þrýsta á að fólk taki upp bíllausan lífstíl.

„Þetta sagði Ásgerður „mjög ósanngjarnt“ og „stríða gegn jafnræðisreglunni“ en jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“.

Órar Ásgerðar eiga sér væntanlega ekki hljómgrunn nema meðal örfárra frekra öfga-unnenda einkabílsins; heittrúarmanna sem tilbiðja við færiband Henrys Ford, innblásnir af heilögum koltvísýringi. Eða hvað? Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í fleirum en virðist við fyrstu sýn?“

Sif segir sögu Ellu Kissi-Debrah  sem átti heima í Lundúnum áður en hún lét sviplega lífið aðeins 9 ára að aldri. Dánarorsök Ellu var astmakast, en nú stendur til að endurskoða ákvörðunina.

„Ella bjó nálægt einni umferðarþyngstu götu Lundúna. Áður en hún lést hafði Ella verið flutt á sjúkrahús 27 sinnum vegna astmakasta. Á síðasta ári kom Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton, auga á sláandi fylgni á milli sjúkrahúsinnlagna Ellu og skyndilegrar aukningar á loftmengun. Holgate sagði það mjög líklegt að „ef ekki hefði verið fyrir ólöglegt magn loftmengunar hefði Ella ekki dáið“.

Dóttir Sifjar hefur hafið grunnskólagögnu sína í Lundúnum. Skólar í hverfinu þeirra mæðgna hafa nú tekið a´kvörðun um að loka götum nálægt skólanum fyrir umferð við upphaf og lok skóladags. Þetta á að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og bæta loftsgæði. Dóttir Sifjar fékk að prófa að fara í íslenskan skóla þegar fjölskyldan var stödd hér á landi í síðustu viku.

„Upplifunin af skólastarfinu var frábær. Eitt í fari foreldra vakti hins vegar furðu. Í lok hvers skóladags stóð röð af bílum fyrir utan skólann þar sem foreldrar sátu og biðu eftir börnum sínum. Slíkt væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasti bíll var í gangi, spúandi eitruðum útblæstri yfir leikvöll barnanna.“

Sif segir að í Bretlandi sé talið að yfir sextíuþúsund andlát á ári megi rekja til loftmengunar, þó svo það hafi ekki verið formlega skráð sem dánarorsök. Nú þegar endurskoða á andlát Ellu litlu gæti svo farið að slíkt verði gert í fyrsta sinn.

„Fari svo kunna bresk stjórnvöld að hafa gerst sek um mannréttindabrot að sögn lögfræðings fjölskyldu Ellu. „Þau létu hjá líða að koma í veg fyrir andlát þótt þeim hafi verið fullljós hættan sem stafar af loftmengun.“

Akstur er ekki mannréttindi. Andardráttur er hins vegar lífsnauðsyn. Leyfum ekki okkar innri Ásgerði að brjótast fram. Drepum á bifreiðum fyrir utan skóla barnanna okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“
Eyjan
Í gær

Davíð hjólar í Ísgerði og sakar Krakkafréttir um lygar – „Það vantaði að hún bæðist afsökunar“

Davíð hjólar í Ísgerði og sakar Krakkafréttir um lygar – „Það vantaði að hún bæðist afsökunar“