fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Falskar umsagnir á Tripadvisor – ekki alltaf til að taka mark á

Egill Helgason
Föstudaginn 6. september 2019 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fyrir nokkuð löngu síðan að ég komst að því að maður ætti að taka umsögnum á ferðavefnum Tripadvisor með gát. En það er ljóst að Tripadvisor hefur gríðarleg áhrif.

Vinur minn sem rekur veitingastað í Grikklandi sagði mér að hann hefði fengið tilboð frá óþekktum aðila. 20 jákvæðar umsagnir á Tripadvisor fyrir 250 evrur. Hann sagði nei – en það er fullt af öðrum sem segja já.

Í fréttum sem hafa birst núna í vikunni má lesa að sjöunda hver umsögn á Tripadvisor sé fölsk. Ég myndi reyndar giska á að það sé talsvert meira.

Það er til dæmis mjög athyglisvert að fylgjast reglulegameð umsögnum um veitingastaði í Reykjavík, hvernig nýjum stöðum skýtur skyndilega upp á toppinn með fjölda umsagna – maður þekkir veitingahúsaflóruna í borginni nokkuð vel og getur óhikað fullyrt: Sem borgarbúi myndi maður seint fara eftir því sem Tripadvisor ráðleggur manni um veitinghús í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn