Laugardagur 18.janúar 2020
Eyjan

Erlendir miðlar fjalla um fána Advania: Litrík ögrun við Pence

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í gær, hefur vakið athygli erlendra miðla. Bandaríski vefmiðillinn Huffington Post, sem er með um 50 milljón lesendur daglega, greinir frá því í dag að Mike Pence hafi fengið litríka ögrun á leið sinni til fundar við forseta Íslands í Höfða:

„Mike Pence Got Colorfully Taunted On His Way To Meet Iceland’s President“

The Guardian í Bretlandi segir regnbogafánana hafa verið til marks um andstöðu Pence við LGBT samfélagið:

„Pride flags greet Mike Pence in Iceland in nod to anti-LGBT record“

Vísað er til þess að Advania og reyndar fleiri fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, flögguðu regnbogafánanum, fána hinsegin fólks í gær, en höfuðstöðvar Advania eru beint á móti Höfða og var því fáninn sýnilegur öllum þeim sem þar voru og hefur Pence vafalaust tekið eftir honum, en hann hefur verið umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna gagnvart hinsegin fólki.

Vitnað er í forstjóra Advania, Ægi Má Þórisson, sem sagðist hafa fundið þörf til að fagna fjölbreytileikanum á þessum degi og vildi sýna það með því að flagga.

Einnig er minnst á að forsetafrúin, Eliza Reid, hafi verið með regnbogaarmband, líkt og þegar hún hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins

Samkomulagi náð í deilu SGS og SÍS – Sjáðu helstu atriði kjarasamningsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“

Snjóflóðaverkfræðingur segir Ísland 60 árum á eftir áætlun – „Sem er óheppilegt því við verðum öll dauð“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“

Guðmundur enn að ná sér: „Þetta er mikið tilfinningamál“