fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Herra fimm mínútur, sturta meðtalin

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, andaðist að ég hafði hitt hann í eigin persónu. Þetta var fyrir lifandis löngu, þegar hann var borgarstjóri í París, í móttöku í Hôtel de Ville, ráðhúsinu í París. Skömmu seinna varð hann forsætisráðherra í svokallaðri sambúð eða cohabitation – þá var erkiandstæðingur Chiracs, sósíalistinn Mitterrand forseti en hægrimenn réðu þinginu og Chirac varð forsætisráðherra.

Chirac var reyndar ekkert sérlega langt til hægri ef miðað er við samtíðamenn hans eins og Reagan og Thatcher. Hann var franskur gaullisti en það felur í sér áherslu á sterkt ríkisvald og trú á mikla sérstöðu Frakklands. Chirac var pólitískur refur, ekki laus við að vera tækifærissinni, það fór af honum nokkurt spillingarorð. Hann var kominn úr franskri stjórnmálaelítu, en hafði það orð á sér að vera alþýðlegur – og það hjálpaði honum í stjórnmálum hvað hann átti gott með að tala við alþýðu manna.

Fræg eru orð söngvarans Johnny Hallyday þegar hann var spurður um Chirac, þetta þarf ekki að þýða: „Jacques est cool!

Hann var líka mikill kvennamaður, eitt viðurnefni hans hljómaði svo: „Cinq minutes douche comprise.“ (Fimm mínútur, sturta meðtalin.) Slíkt orðspor myndi kannski ekki þykja gott í stjórnmálum núorðið.

Það náðist ekki mynd af mér með Chirac. Þetta var fyrir tíma snjallsíma og selfie-myndataka. Fólk var ekki að veifa myndavélum í tíma og ótíma. Nú myndi maður ekki hitta mann af þessu tagi nema tryggt sé að það náist á mynd. Þetta í rauninni þvælist fyrir mannlegum samskiptum – almennilegum samræðum.

Ég hef reyndar hitt fleiri fræga Frakka. Þar tel ég fyrstan Mitterrand forseta og svo Gérard Depardieu, Michel Platini og Jean Reno og einnig forsætisráðherrana Michel Rocard og Jacques Chaban-Delmas.

En þetta var á öðrum tíma en nú – og það voru ekki teknar neinar myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“