Föstudagur 13.desember 2019
Eyjan

85 prósent íbúanna aðfluttir

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2019 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í líflegum Silfursþætti í dag nefndi ég frétt sem ég rak augun í fyrr í vikunni og er enn að melta. Hún birtist á vef RÚV 24. september. Þar er vitnað í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, hefur stýrt. Upplýsingarnar eru dálítið sláandi – og ég er enn að velta því fyrir mér hvernig beri að túlka þær.

Þarna kemur fram að 85 prósent – hvorki meira né minna – íbúa í byggðakjörnum sem telja 2000 manns eða minna séu aðfluttir. Í raun er þetta nokkuð á skjön við það maður hefur haldið og það sem hefur einkennt umræðuna um byggðamálin, enda segir Þóroddur:

„Þetta þýðir það að það eru nánast allir aðfluttir. Þess vegna er þessi umræða um það hvað við getum gert til að halda fólkinu á staðnum eða koma í veg fyrir að unga fólkið flytji kannski á ákveðnum misskilningi byggð. Það er ekki það sem minni staðir eiga við að glíma, heldur hversu gott er að flytja til þeirra.“

Greininina bar á góma í tengslum við umræðu um hversu gríðarlega hátt hlutfall íbúa Íslands býr á suðvesturhorninu núorðið. Verður að segjast eins og er að sú þróun er orðin hálf sorgleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Í gær

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?

Styrmir: Hvar eru unglingahreyfingar stjórnmálaflokkanna?