fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ætla að stofna fjórar nýjar ríkisstofnanir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 07:59

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef áform ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga verða fjórar nýjar ríkisstofnanir til á næstunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnin sé ekki að einfalda stjórnkerfið, hún sé að flækja það.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Húsnæðis-og mannvirkjastofnun eigi að leysa Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun af hólmi. Henni verður ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“ segir í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra.

Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögu um stofnun Nýsköpunar- og umbótastofnunar. Ríkiskaup eiga að verða grunnurinn að þessari stofnun.

Umhverfisráðherra ætlar að koma Þjóðgarðsstofnun á laggirnar en hún á að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar.

Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að endurupptökudómi verði komið á laggirnar. Samkvæmt því á að leggja endurupptökunefnd niður og stofna sérdómstól sem sker úr um hvort heimila eigi endurupptöku mála sem dæmt hefur verið í á hinum þremur dómsstigum landsins.

Fjármálaráðherra leggur á næstu dögum fram frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs sem er ætlað að vera áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegum áföllum af völdum meiriháttar ófyrirséðra áfalla á þjóðarhag. Ekki kemur fram hversu mikil yfirbygging á að vera hjá Þjóðarsjóði.

Fréttablaðið hefur eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að það sé gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að hagræða þannig en ríkisstjórnin sé ekki að einfalda stjórnkerfið, hún sé að flækja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt