fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Eyjan

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 18:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt úttekt fjármálafyrirtækisins Natixis Investment Managers og greiningarfyrirtækisins CoreData, eru kjör aldraðra í heiminum hvergi betri en á Íslandi. Frá þessu er greint í frétt svissneska blaðsins Le Temps og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar um á vefsíðu sinni.

„Í fréttinni í Le Temps er harmað að á Íslandi séu nú betri lífskjör fyrir eldri borgara en í Sviss. Íslendingar skipi efsta sæti á alþjóðlegri samanburðartöflu um hag lífeyrisþega sem gerð var af fjármálafyrirtækinu Natixis og greiningafyrirtækinu CoreData. Svisslendingar haldi ekki fyrsta sætinu vegna þess að þeir dragist aftur úr þegar litið sé til fr. conditions matérielles eða e. material wellbeing og á íslensku efnalegrar velsældar eldri borgara. Ísland njóti þess vegna þess heiðurs að skipa efsta sæti á heimslista yfir lífeyrisþega (GRI) 2019 sem samin hafi verið af Natixis Investment Managers og CoreData“

Niðurstaðan er byggð á ýmsum breytum og mælingum á lífsgæðum eins og sjá má á myndinni hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af