fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Eyjan

Krefst lágmarksframfærslu og tekjuöflunar í tvö ár án skerðinga: „Ríkisvaldið á ekki að dæma einstakling í ævilanga fátækt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 12:15

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mæla þingmenn Flokks fólksins fyrir tveimur af fimm forgangsmálum flokksins á þessu þingi. Hvorugt málanna hefur verið lagt fram áður.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu þar sem félags- og barnamálaráðherra er falið að undirbúa og leggja fram frumvarp um að endurhæfingarlífeyrir og ellilífeyrir tryggi 300 þús. kr. lágmarksframfærslu á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. Þetta verði gert fyrir lok nýhafins löggjafarþings.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m. a.:

„Lægstu mánaðarlegar greiðslur til lífeyrisþega, sem engar aðrar tekjur hafa, eru aðeins 212.000 kr. eftir skatt og 252.000 kr. ef viðkomandi hefur heimilisuppbót. Þeir sem búa við svo kröpp kjör eru fastir í fátæktargildru. Á undanförnum árum hefur framfærslukostnaður stóraukist, ekki síst húsnæðiskostnaður, en á sama tíma hafa greiðslur almannatryggingakerfisins ekki fylgt almennri launaþróun í landinu … Almannatryggingakerfið á að tryggja þeim sem á þurfa að halda grundvallarmannréttindi, þ.e. fæði, klæði og húsnæði. Ríkisvaldið á ekki að dæma einstakling í ævilanga fátækt ef viðkomandi er svo ólánsamur að verða öryrki. Það er nauðsynlegt að hækka lágmarksframfærsluviðmið almannatrygginga svo að það taki utan um og verndi með viðhlítandi hætti þá sem verst standa og mest þurfa á hjálpinni að halda. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar ber löggjafanum skylda til að tryggja öllum þeim sem á þurfa að halda aðstoð vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra aðstæðna. Þessi vernd sem stjórnarskráin veitir okkar minnstu bræðrum og systrum er ekki virt. Það er löngu orðið tímabært að fjármunum verði forgangsraðað í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda. Því er lagt til að löggjafinn tryggi að lífeyrisþegar almannatrygginga hafi ráðstöfunartekjur sem nemi a.m.k. 300.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust.“

Tekjur skerðist ekki í tvö ár

Guðmundur Ingi Kristinsson mælir svo fyrir lagafrumvarpi um að örorkulífeyriþegum verði heimilt að afla sér tekna í tvö ár án þess að þær skerði örorkulífeyri, aldurstengda örorkuuppbót, tekjutryggingu og sérstaka uppbót á lífeyri.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m. a.:

„Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja atvinnu á ný. Þvert á móti ættu þeir að eiga von á betri lífskjörum. Því er lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geti nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrki ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneru um 30% þátttakenda aftur út á vinnumarkaðinn eftir tilraun til starfa. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur verður því samfélaginu til bata. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum öryrkja og því koma skatttekjur að einhverju leyti á móti auknum greiðslum almannatrygginga. Andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu og því er þessi tilhögun til þess fallin að bæta andlega líðan öryrkja og fjölskyldna þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“

Bjarni segir að það sé ekki nóg til – Segir slagorð ASÍ á 1. maí vera rangt – „Það vantar 300 milljarða“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“

Dóra svarar fullum hálsi – „Þá verða þau voðalega móðguð og sár sem er klassískt fyrir Sjálfstæðisflokkinn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna

Unnið að endurfjármögnun Vaðlaheiðarganganna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur

Kolbeinn dregur framboð sitt til baka vegna slæmrar framkomu sinnar við konur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins

Vilja grímurnar burt – Segir fáa trúa því að grímuskylda breyti nokkru um útbreiðslu faraldursins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“