fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 07:55

Deilt hefur verið um embætti ríkislögreglustjóra og persónu hans undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur sett af stað vinnu til að takast á við þá ólgu sem er nú innan lögreglunnar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu. Vinnan beinist sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Vinnan snýst um að finna út hvernig framtíðarskipulagi lögreglunnar verði best háttað.

„Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt.“

Hefur Fréttablaðið eftir Áslaugu Örnu sem fundaði með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í gær. Hún fundaði einnig með fulltrúm Landssambands lögreglumanna í gær sem og fulltrúum Félags lögreglustjóra.

„Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“

Hefur Fréttablaðið einnig eftir henni. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hefur sjálfur sagt að hann vilji gjarnan að aðeins einn lögreglustjóri sé yfir landinu öllu og að hann vilji fækka yfirmönnum í lögreglunni.

Ríkislögreglustjóri hefur sætt harðri gagnrýni lögreglumanna að undanförnu og hefur gagnrýnin bæði snúið að honum persónulega sem og embætti hans. Ríkisendurskoðun hefur hafið úttekt á embætti ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja bílamiðstöð embættisins niður frá áramótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum