fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2010 til 2018 jukust útgjöld eftirlitsstofnana ríkisins um meira en helming og starfsfólki þeirra fjölgaði talsvert. Í nýju fjárlagafrumvarpi, sem var lagt fram fyrir helgi, er gert ráð fyrir að útgjöldin vaxi enn.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að samkvæmt tölum sem blaðið tók saman úr ársskýrslum 20 eftirlitsstofnunar komi í ljós að útgjöldin hafi aukist um rúm sex prósent frá 2010 til 2014. Frá 2014 til 2018 hafi þau síðan aukist um rúm 47 prósent ef miðað er við verðlag yfirstandandi árs. Í heildina hafi útgjöldin aukist um rúmlega 57 prósent frá 2010 til 2018.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að útgjöldin aukist um 2,3 prósent en þá er miðað við bein fjárframlög úr ríkissjóði og tekjur sem skal afla með gjaldtöku.

Þegar Fréttablaðið skoðaði starfsmannafjölda eftirlitsstofnananna kom í ljós að í heildina jókst hann. Þær tölur ná yfir 14 stofnanir sem hægt var að staðfesta starfsmannafjöldann hjá. Hjá þeim störfuðu 226 manns 2010 en voru komnir í 247 í árslok 2014 og í 691 í lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn