fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Eyjan

Jón segir Kolbrúnu ekki hafa lágmarks þekkingu á því sem hún skrifar um – „Það er greinilegt að Kolbrún hefur misskilið hvað gagnrýni mín gengur út á“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. september 2019 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, baðst undan því í Silfrinu á sunnudaginn að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru sagðir á móti umhverfisvernd.

Tilefnið var gagnrýni Jóns á framgang umhverfisráðherra vegna friðlýsinga hans, sem Jón telur fara gegn lögum. Jón sagðist við það tækifæri vera mikill náttúruverndarsinni, en vildi að farið væri eftir því samkomulagi sem fyrir lægi.

Kolbrún Bergþórsdóttir leit málið þó ekki með sömu augum í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Þar sagði hún öfluga vakningu síðustu ára í umhverfisvernd ekki koma í veg fyrir „skammsýni hinna virkjanagráðugu“ þó svo að stjórnmálamenn hafi ríka skyldu um að taka stöðu með náttúrunni.

Þar gagnrýndi hún meðal annars Jón Gunnarsson beint en hann svaraði henni í skoðanapistli sem birtist í Fréttablaðinu skömmu eftir hádegi í dag.

„Ég las með athygli pistil Kolbrúnar Berþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Þar eru staðreyndir máls afbakaðar. Þar sakar Kolbrún mig og ónefnda félaga mína um meðvitundarleysi í náttúruverndarmálum. Ástæðan er gagnrýni mín á vinnubrögð umhverfisráðherra þegar kemur að framkvæmd friðlýsinga á grundvelli rammaáætlunar. Það er greinilegt að Kolbrún, viljandi eða óviljandi, hefur misskilið hvað gagnrýni mín gengur út á. Ég tók sjálfur þátt í mikilli vinnu við lagasetningu um rammaáætlun og studdi þar friðlýsingu þeirra virkjunarkosta sem fara í verndarflokk. Í ræðum mínum um þessi mál hefur m.a. komið fram að ég tel að virkjanakostir t.d. á Reykjanesi eigi að vera í verndarflokki á sama tíma og Svandís Svavarsdóttir setti þá í nýtingarflokk, eins og hún gerði við Hvalárvirkjun. Sú virkjun hefur síðan farið sína leið í gegnum nálarauga kerfisins og þá er risið upp og mótmælt. Ég hef ítrekað sagt að margir virkjanakostir í vatnsafli eru áhugaverðari, bæði í efnahagslegu og umhverfislegu tilliti séu til. Vandamálið er að enginn þeirra var settur í nýtingarflokk og það gagnrýndi ég á sínum tíma.“

Jón segir mikla hættu vera á því að öll sú vinna sem liggur til grundvallar rammaáætlunnar verði ónýt vegna vinnubragða núverandi og fyrrverandi umhverfisráðherra.

„Ástæðan er rangtúlkun á lögunum. Ástæða er til að spyrja Kolbrúnu og fleiri um það, hvort þau telji það í þágu náttúrverndar að ferli rammaáætlunar verði aflagt? Ég tel að það væri mjög alvarlegt fyrir náttúrvernd og vil ekki sjá það gerast. En eins og fram er haldið er enn og aftur verið að rjúfa sáttina, rjúfa rétt framtíðarkynslóða til lífsbjargar.“

Hann segir vinnubrögð ráðherrans vera harðlega gagnrýnd i umsögnum fjölda aðila til Umhverfisstofnunnar.

„Þar á meðal eru Orkustofnun, Landsvirkjun, Samorka, sem er samtök allra veitufyrirtækja á Íslandi. Í raun hefði ég haldið að þær alvarlegu ásakanir sem þar birtast væru tilefni til sérstaks fréttaflutnings. Ég er sammála þessum gagnrýnisröddum og álit þeirra er stutt gildum rökum. Verklag ráðherrans samræmist, að mínu mati og þessara aðila m.a., ekki lögum. Ég trúi því ekki að Kolbrún Bergþórsdóttir telji málstaðinn og ráðherrann hafinn yfir lög og að alþingismenn eigi að láta það yfir sig ganga. Það hefur svo sem áður gerst í þessum málaflokki að ráðherra taldi málstaðinn æðri lögum og kaus að brjóta lög með opin augun. Hæstiréttur dæmdi þann gjörning ólöglegan. Viljum við að það gerist í þessu tilfelli? Líklegt verður að telja að farið verði með friðlýsingarmál fyrir dómstóla haldi þessi vitleysa áfram. Ef þannig færi að ákvarðanir ráðherrans yrðu dæmdar ólöglegar, væri öll vegferð hans til einskis og við værum á byrjunarreit. Það væri ömurlega staða og klárlega ekki í þágu náttúruverndar.“

Jón segir það vera sér ljóst að flækjustigið í þessum málaflokki sé mikið.

„Það er einmitt þess vegna sem ætlast verður til þess að fólk sem nýtur þess trausts að skrifa skoðanadálk í víðlesið dagblað og einhverjir lesendur kunna að byggja skoðun sína á, hafi fyrir því að koma sér upp lágmarks þekkingu á málefninu sem skrifað er um. Því er ekki að heilsa hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur í þessum málaflokki, að því er best verður séð. Því miður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa