Fimmtudagur 12.desember 2019
Eyjan

Gunnar Bragi sendir Framsóknarflokknum pillu: „Á góðri leið með að þurrkast út þrátt fyrir valdatafl“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, skýtur á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn, í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Eins og greint var frá á mánudag mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með rétt rúmlega sex prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. Það vekur talsverða athygli, ekki síst í ljósi þess að Miðflokkurinn, sem varð til eftir klofning í Framsóknarflokknum, er með 12,9 prósenta fylgi og er rúmlega tvöfalt stærri.

Í grein sinni skrifar Gunnar Bragi um komandi þingvetur og gagnrýnir þingmenn fyrir lýðskrum í ákveðnum málum.

„Á alþingi eiga að mætast stefnur og þingmenn að rökræða um markmið þeirra, afleiðingar og þær leiðir sem þingmenn leggja til að ná þeim fram. Því miður er það þannig að oftar og oftar snúast ræður þingmanna um tíðarandann, eitthvað sem er „vinsælt“ á samfélagsmiðlum eða eitthvað sem einhver „mótmælir“ á samfélagsmiðlum en ekki grundvallarstefnumál. Umræðan er skyndilega farin að snúast um að nýta sér það til vinsælda í von um að það kalli á athygli og bæti við prósentum í næstu könnun eða fleiri „lækum“ á fésbókinni.“

Gunnar Bragi segir að stjórnmálaflokkar séu að verða of líkir, fólk vilji ekki lengur taka rökræðu um stefnur og þess í stað sé farið í manninn, viðkomandi gerðar upp skoðanir eða lífssýn í stað þess að koma með rökin.

„Íslensk þjóð verður fyrst í vanda þegar stjórnmálaflokkarnir þora ekki lengur að hafa stefnu og þingmenn þeirra að fylgja þeirri stefnu eftir. Alvarlegri verður vandinn ef ekki má taka upp varnir fyrir það sem íslenskt er. Ef tíðarandinn og samfélagsmiðlar eiga að móta umræðuna og niðurstöðuna þá erum við í vanda. Of margir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru keimlíkir í dag og keppast við að sækja sér fylgi í eitthvað sem þeir sjálfir skilgreina sem „frjálslyndi“. Þeir sem ekki eru sammála þeim eru popúlistar, einangrunarsinnar, þjóðrembur o.s.frv. En gjarnan eru það einmitt mestu popúlistarnir sem elta tíðarandann og sveiflast eins og vindhanar eftir fésbókinni.“

Gunnar Bragi hjólar svo í sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn.

„Það er vandséð í dag á hvaða leið sumir hina „gömlu“ stjórnmálaflokka eru. Í ríkisstjórn eru þrír flokkar sem eiga að vera ólíkir að stefnu og gildum en vandséð er í dag hver er hvað. Líkur eru á að þessir þrír flokkar haldi áfram að líkjast hver öðrum enda allar tilraunir til annars kæfðar í fæðingu. Nú er svo komið að einn af þessum flokkum er á góðri leið með að þurrkast út þrátt fyrir valdatafl sem átti að þýða endurreisn. Þeir sem að því stóðu sitja nú í ríkisstjórn, fastir í bergmálshellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir kapítalisma og landbúnað ekki fara saman: „Kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans“

Segir kapítalisma og landbúnað ekki fara saman: „Kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kári Stefánsson: „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“ – Hart tekist á í Silfrinu milli Kára og Heiðrúnar

Kári Stefánsson: „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“ – Hart tekist á í Silfrinu milli Kára og Heiðrúnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“