fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Eyjan

Ljósmyndatækifæri hjá Trump

Egill Helgason
Föstudaginn 9. ágúst 2019 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið verið reynt að greina núverandi Bandaríkjaforseta. Það sem kemst líklega næst því er að hann sé narsissískur persónuleiki, algjörlega sjálfmiðaður og laus við samkennd.

Hann er enn að koma manni á óvart. Í gær náði forsetatíð hans enn einum botninum. Tilgangslaus fjöldamorð á saklausum vegfarendum eru sannarlega ekkert gleðiefni – og til marks um djúpan sjúkleika í bandarísku samfélagi.

En Trump tekst að breyta morðunum í El Paso í tækifæri til að taka skemmtilega ljósmynd – photo op eins og það heitir í Ameríku.

Reyndar höfðu ráðgjafar hans í Hvíta húsinu komið í veg fyrir að pressan næði að fylgja honum til borgarinnar af ótta við að forsetinn segði einhverja vitleysu – eitthvað ónærgætið, eins og það er orðað. Jú, hann talaði við heilbrigðisstarfsmenn í El Paso, hraunaði yfir demókratann Beto O’Rourke og montaði sig af aðsókn á baráttufundi sína. Sum fórnarlömb skotárásarinnar vildu ekki hitta Trump – þau hafa vitað eins og er að forsetinn myndi láta heimsóknina snúast um sjálfan sig og sitt stóra egó.

En botninn er þarna. Trump og Melania skælbrosandi með barn. Það er nú munaðarlaust vegna þessa að báðir foreldrarnir voru myrtir í skotárásinni. Hugsanlegt er að foreldrarnir hafi dáið til að bjarga barninu. En Trump er gleiðbrosandi og réttir þumalinn upp í loft. Það örlar ekki á samlíðan.

Hann vill heldur ekki skilja vandann bak við hinar endalausu skotárásir og fjöldamorð. Kennir tölvuleikjum, internetinu og geðsjúkdómum um. Ein tillaga hans er aukið eftirlit með samskiptamiðlum til að greina fyrirfram hverjir eru líklegir til að fremja ódæði af þessu tagi. Hann nefndi þó einu sinni hættuna sem starfar af hvítri yfirburðahyggju. En um takmarkanir á skotvopnaeign og – framleiðslu má ekki ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur svarar gagnrýninni: „Heimurinn er ekki að farast“

Sigmundur svarar gagnrýninni: „Heimurinn er ekki að farast“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“

Framkvæmdastjóri WMO segir viðtal við sig rangtúlkað – „Þetta eru tröllauknar áskoranir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dásamlegt gestaboð á Nýja-Íslandi – örlítil minning um Einar Vigfússon

Dásamlegt gestaboð á Nýja-Íslandi – örlítil minning um Einar Vigfússon
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“