fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Eyjan

Enid Blyton fær ekki mynd af sér á 50 pennía pening – en eitt sinn var hún uppáhald ungra lesenda

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alinn upp á bókum eftir Enid Blyton. Held mér hafi ekki orðið meint af – en ég myndi heldur ekki halda því fram að þær hafi gert mér sérlega gott. Ég las bók efti sr bók af verkum Blyton – þegar ég var lítill drengur voru Doddabækur aðallesefnið á heimilinu og ég dáði Dodda mjög og líka vin hans sem á íslensku nefndist Eyrnastór. Þeir voru mín fyrstu átrúnaðargoð ásamt persónunum í Dýrunum í Hálsaskógi.

Svo þegar ég varð aðeins eldri og fór að fara á bókasafnið á horni Hofsvallagötu og Ásvallagötu voru öll börn að lesa spennusögurnar eftir Blyton. Þetta voru formúlubækur, það var ætíð hópur af börnum sem komust á snoðir um einhver illvirki. Bófarnir voru oft dökkir á húð og hár, en börnin voru ákaflega ensk og hétu íslenskum þýðingum nöfnum eins og Júlli, Jonni, Finnur, Anna og Georgía.

Það var sífellt verið að éta í bókunum og maður las um framandi matvæli sem maður taldi að fengjust varla á Íslandi – flesk í dós, aldinmauk og kex í buðk. Mér skilst að það hafi verið fræðimaðurinn Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg sem þýddi eitthvað af þessum bókum.

Maður beið stundum lengi eftir því að ná í bókina sem mann langaði að lesa á safninu, því ekki man ég til þess að mér hafi nokkurn tíma verið gefin bók eftir Blyton í jólagjöf. Kannski þóttu þær vera fyrir neðan þann standard. En maður byrjaði á Dularfullu-bókunum sem þá voru að koma út, fór svo í Fimm-bækurnar og loks í Ævintýra-bækurnar. Þeir sem þekktu sagnaheim Enid Blyton sögðu að þær væru bestar, mest spennandi, harðsoðnastar. Síðast kom Leynifélagið sjö saman, en þá var þetta orðið mjög útþynnt og hinir ungu lesendur gáfust upp.

Nú segir frá því að breska myntsláttan vilji ekki setja mynd af Enid Blyton á 50 pennía mynt eins og til stóð. Ástæðan sé sú að hún hafi verið rasisti og hommahatari. Sagt er að í dag sé þetta meira hitamál í Bretlandi en Brexit. Það hefur reyndar verið heilmikið fjallað um þessaar hlðar á Blyton í gegnum tíðina, en líka þá staðreynd að þessi kona, sem seldi 600 milljón barnabækur á sínum tíma, var ekki sérlega góð við börnin sín.

Ég leyfi mér þó að segja að mér sé hjartanlega sama um þetta. Enid Blyton var ekki sérlega góður höfundur. Ég myndi ekki ráðleggja neinu barni að lesa þær. Margt af þeim barnabókum sem maður las upp til agna í æsku voru óttalegt drasl. Frank og Jói, Bennabækurnar, Tom Swift. Ég held það hafi orðið miklar framfarir í ritun barnabóka – berið til dæmis saman bækurnar um Harry Potter eða verk Philips Pullman við áðurnefnda bókaflokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“