Sunnudagur 17.nóvember 2019
Eyjan

Upptaktur að alvöru menningarstríði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um skólamatinn hefur sýnt ýmsar bestu hliðar Íslendinga og umræðu á netinu almennt – hæfileika til að kynna sér mál, sanngirni, málefnalegheit, skort á flokkadráttum og lítið bil milli kynslóða.

Eða þannig?

Þetta hitamál hefur, að minnsta kosti í einn dag, náð að taka orkupakkann algjörlega úr umferð – og kemur orkupakkinn þó til þinglegrar meðferðar á morgun. Þarna er upptaktur að alvöru menningarstríði.

Í einni athugasemd á netinu stóð: „Vilja þau ekki bara skipa syni mínum að verða samkynhneigður líka?“

Sumir hafa sagt að best sé að börnin í skólunum fái „íslenskan heimilismat“.

En það er nú spurningin – hvað er íslenskur heimilismatur núorðið? Það er örugglega ekki kálbögglar, súrt slátur eða soðin ýsa.

Eða hvað er á boðstólum hjá tímaaðþrengdum íslenskum heimilum í kvöld? Pasta, pítsur, kjúklingur, núðlur?

Páll Magnússon segir að þetta sé Reykjavík ekki Austur-Berlín á tíma Kalda stríðsins. Nei, þar var ekki hægt að fá ætan bita.

En hjá Gunnari Smára les maður að þetta sé viðleitni millistéttarinnar til að kúga alþýðuna og klekkja á henni.

Grænkerastaðurinn Jömm á Kringlutorgi slær öllu upp í grín með þessari færslu á Facebook.

Það er reyndar ágætt ef þetta verður til þess að beina sjónum að því hvað matur í skólum, á spítölum og á dvalarheimilum – stöðum þar sem eru börn og gamalt fólk – er oft skelfing lélegur. Við sem erum á besta aldri og getum haft meira um það að segja hvað við étum myndum ekki láta bjóða okkur það allt. Af umræðunni í dag mætti helst ætla að meina eigi börnum að fá nýslátruð lömb af fjalli eða spriklandi ferskan fisk úr sjó. En það er ekki beinlínis þetta sem hefur verið á boðstólum, samanber þennan pistil.

En umræðan spratt út úr matarstefnu Reykjavíkurborgar, án þess þó að nokkur virðist hafa haft nennu til að kynna sér hana. Þetta plagg var samið af þverpólitískri nefnd og samþykkt mótatkvæðalaust í borgarstjórn. Verður að segjast eins og er að greiningin í þessari stefnumörkun er ágæt og fyrirheitin góð – ef eftir þeim verður farið. Þarna stendur meðal annars:

„Notaður er grunnmatseðill til sex vikna, þar sem meðal annars kemur fram að fiskur skuli vera í boði tvisvar í viku, kjöt einu sinni eða tvisvar í viku en grænmeti, ávextir og mjólk eru í boði hvern dag. Lagst er gegn sykruðum súpum og unnum kjötvörum.“

Semsagt sjaldnar kjúklinganaggar, það sem í Bandaríkjunum kallast mystery meat, og ekki kakósúpa (oj.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Miðill í sauðargæru
Eyjan
Í gær

Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn

Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar í Hörð og Þórlind – „Gotta love Fréttablaðið – ég flissaði“

Sólveig Anna hjólar í Hörð og Þórlind – „Gotta love Fréttablaðið – ég flissaði“
Fyrir 3 dögum

Forsjálni Samherja eða kaldhæðni örlaganna ?

Forsjálni Samherja eða kaldhæðni örlaganna ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“

Sjáðu hvernig mútufélag Samherja tengist Eyþóri Arnalds – „Ég er engum háður“