fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

„Huh, hver er þessi Ed Sheeran?“

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milli mynda sem fólk er að birta af sér á samskiptamiðlum á tónleikum Eds Sheeran – um 50 þúsund Íslendingar ætla að sjá þennan unga tónlistarmann – sér maður tilkynningar frá fólki, sem flest er komið á miðjan aldur eða þar yfir:

„Huh, hver er þessi Ed Sheeran?“ „Ég hef bara aldrei heyrt minnst á Ed Sheeran.“

Í sjálfu sér er það ekkert óeðlilegt, við hlustum ekki öll á Bylgjuna eða Rás 2. Höngum ekki á You Tube eða Spotify eða kannski erum við einhvers staðar í kimum þessara netveitna þar sem líklegra er að rekast til dæmis á Sofiu Gubaidulinu en Ed Sheeran. Hver veit? Sofiu skýtur oftar upp hjá mér en Ed á Spotify.

En það er þörfin fyrir að tilkynna þetta sem er athyglisverð. Fólkið sem setur svona staðhæfingu á samskiptamiðla notar tölvu á þeirri sömu stundu. Það gæti sem hægast gúglað nafn Ed Sheerans og þar mun það geta fundið um það bil 192,000,000 staði þar sem hann er nefndur samkvæmt talningu Google. Það er semsagt mjög auðvelt að komast að því hvaða maður Ed er og með tveimur smellum er hægt að heyra lag eftir hann. ‘

Það er svo aftur spurning hvort manni líkar lögin eða ekki. En þá gæti maður skrifað á Facebook: „Tékkaði á Ed Sheeran, mikið er hann leiðinlegur.“ Eða þá: „Nú þykir mér týra, þetta er nokkuð snjall ungur tónlistarmaður sem fyllir leikvanga út um allan heim.“

Á sínum tíma var í raun miklu erfiðara að komast að því hverjir Bítlarnir – frægustu popparar allra tíma – voru. Maður þurfti að ná sér í blað þar sem um þá var fjallað, jafnvel fara á bókasafn til að finna blaðið, gera sér ferð í verslun þar sem voru seld tímarit – nú eða hringja í einhvern eða jafnvel fara út á götu og spyrja. Framan af voru lög með Bítlunum ekki svo oft leikin í útvarpi – á einu stöðinni sem þá var leyfð.

Hinn bráðskarpi bókmenntarýnir Kiljunnar, Þorgeir Tryggvason, orðar þetta mjög vel í athugasemd við litla færslu sem ég setti inn um þetta á Facebook:

„Það er ekki endilega það að vita ekki um Ed Sheeran sem er skrítið. Það er að þurfa að gefa út yfirlýsingu um það sem vekur furðu. Svipað og fólk sem spyr, þegar stórmót í knattspyrnu tröllríða fjölmiðlum, hvort það sé eitthvað fótboltamót í gangi, eða lýsir yfir að það fylgist ekki með Eurovision. Mjög erfitt að túlka þetta sem annað en frekar lágar hvatir á snobb/hrokarófinu, sem eru hálfu kjánalegri fyrir að vera byggðar á fáfræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun