fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Eyjan

Viðar hringdi í Hagkaup: Fékk að vita magnið sem Íslendingar kaupa í nammibarnum í Skeifunni á laugardögum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. júlí 2019 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til umræðu hlýt­ur að koma ein­hverslags laga­setn­ing í kring­um offitu­varn­ir og aðrar lífs­stíls­sjúk­dóma­varn­ir, rétt eins og með tób­aksvarn­ir,“ segir Viðar Guðjohnsen, lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður.

Viðar skrifar áhugaverða grein í Morgunblaðið um lífsstílssjúkdóma og neyslu Íslendinga á óhollum og sykruðum vörum, gosi og sælgæti til dæmis.

„Íslensk börn eru næst­feit­ustu börn Evr­ópu. Þetta er dap­ur­leg staðreynd sem byggð er á op­in­ber­um töl­um frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni. Fjallað var um þetta í ís­lensk­um fjöl­miðlum fyr­ir um tveim­ur árum en ráðamenn létu þær fregn­ir sem vind um eyru þjóta og nauðsyn­leg umræða féll í gleymsk­unn­ar dá.“

Viðar bendir á um 3,4 milljónir manna deyi árlega af völdum offitu en reykingar drepi örlítið fleiri, eða um 5 milljónir á ári. Þetta er samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni.

Hann segir að foreldrar beri höfuðábyrgð á ástandi barna sinna og séu fyrirmyndir þeirra.

„Senni­lega myndi ekk­ert for­eldri bjóða barn­inu sínu síga­rettu en töl­fræðin sem var nefnd hér að ofan bend­ir til þess að nammið sé engu skárra, jafn­vel verra. Það er því ógn­væn­legt að vita til þess að á hverj­um laug­ar­degi sé selt u.þ.b. eitt tonn af nammi í regn­boga­lituðum nammi­b­ar Hag­kaups í Skeif­unni. Það nammi er allt selt eft­ir vigt og því var ein­falt að óska eft­ir þeim upp­lýs­ing­um. Eitt sím­tal nægði. Tonn af nammi, á ein­um degi, í einni mat­vöru­versl­un.“

Viðar segir að nammiát og gosdrykkja hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér og menn ættu að varast nammigjafir. „Á hverj­um degi eru fram­kvæmd­ar 23 afliman­ir á Bretlandi vegna syk­ur­sýki. Erfitt er að nálg­ast töl­ur yfir ástandið á Íslandi en miðað við offitu­met ís­lenskra barna verður ástandið varla betra í ná­inni framtíð.“

Í grein sinni kallar Viðar eftir einhverskonar lagasetningu í kringum offituvarnir og aðrar lífsstílssjúkdómavarnir rétt eins og með tóbaksvarnir.

„Í það minnsta mætti byrja á ein­hvers kon­ar sölu­höml­um á gosið og nammið; að það liggi ekki úti um allt í versl­un­um, að það sé ekki selt börn­um og að eft­ir­lit og for­varn­ir séu fjár­magnaðar með sölu­tengd­um gjöld­um. Jafn­vel mætti setja ein­hverslags óheilla­mynd­ir á gosið eins og síga­rettupakk­ana,“ segir Viðar sem endar grein sína á þessum orðum:

„Ef sam­fé­lagið hef­ur ekki tíma fyr­ir heils­una í dag, þá mun það ekki hafa heilsu fyr­ir tím­ann á morg­un. Heil­brigður þegn er dýr­mæt­asta auðlind þjóðar­inn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu