fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Eyjan

Stuðningur við ríkisstjórnina hrynur milli kannana

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. mars 2019 09:03

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú aðeins 36 prósent, samkvæmt könnun Zenter fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn mældist 47 prósent í síðustu könnun sem gerð var í desember.

Þrátt fyrir þetta bæta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn við sig fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn fær rúmlega 24 prósent nú, en fékk um 21 prósent í síðustu könnun.

Framsókn fær nú rúmlega 9 prósent, aukning um eitt prósentustig.

Það fellur í skaut VG að tapa fylginu af stjórnarflokkunum. VG mælast með 10,2 prósent, sem er einu og hálfu prósenti minna en í síðustu könnun.

Miðflokkurinn, sem hefur verið rokkandi frá Klaustursmálinu, bætir við sig og mælist nú með 6,6 prósent.

Viðreisn mælist með 9,7 prósent, sem er rúmlega hálfu prósenti meira en í síðustu könnun.

Samfylkingin tapar mestu fylginu fer úr tæplega 21 prósenti niður í 17,4 prósent. Kjörfylgi var rúm 12 prósent í kosningum.

Fylgi Pírata mælist einu og hálfu prósentustigi minna en síðast og þá dregst fylgi Flokks fólksins lítillega saman.

 

Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent, samkvæmt Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hart tekist á um bankasöluna í Silfrinu: „Verum ekki barnaleg“ – „Þú ert svolítið föst í fortíðinni“

Hart tekist á um bankasöluna í Silfrinu: „Verum ekki barnaleg“ – „Þú ert svolítið föst í fortíðinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill og Biggi lögga deila um mikilvægi bóluefnis fyrir Íslendinga – „Hlægilegt að ætla að slá sig til riddara góðmennskunnar“

Egill og Biggi lögga deila um mikilvægi bóluefnis fyrir Íslendinga – „Hlægilegt að ætla að slá sig til riddara góðmennskunnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“