fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Eyjan

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.  Í skýrslunni er með yfigripsmiklum hætti farið yfir stöðu og horfur í umhverfismálum Evrópu. Fram kemur að íbúar standi frammi fyrir brýnum og áður óþekktum áskorunum um sjálfbærni sem krefjist brýnna lausna, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar.

Skýrslan er 6. SOER-skýrslan sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út og beinir ekki síst spjótum sínum að „alvarlegum gloppum á milli stöðu á umhverfistengdum og núverandi stefnumarkmiðum ESB til skemmri og lengri tíma“ svo vitnað sé í framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Hans Bruyninckx.

„Uppfylla þarf væntingar borgara um að búa í heilbrigðu umhverfi og það mun krefjast endurnýjaðrar áherslu á framkvæmd sem hornstein í stefnu ESB og stefnu í hverju ríki. Við verðum ekki aðeins að gera meira, við verðum líka að gera hlutina á annan hátt. Næsta áratug þurfum við að finna önnur svör við umhverfis- og loftslagsáskorunum heimsins en þau sem við höfum fundið undanfarin 40 ár.“

Í skýrslunni fá pólitíkusar og stefnumótendur ótvíræð skilaboð. Megináskorunin felist í því að mannkynið nái fram þróun um allan heim sem leiði til jafnvægis um samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfissjónarmið.

Ekki hægt að einblína bara á hagvöxt

Samkvæmt skýrslunni má engan tíma missa:

„Evrópa mun ekki ná fram framtíðarsýn sinni um sjálfbærni um að „lifa vel, innan marka plánetunnar“ einfaldlega með því að stuðla að hagvexti og leitast við að stjórna skaðlegum aukaverkunum með verkfærum á sviði umhverfis- og félagsmála. Þess í stað þarf sjálfbærni að vera leiðarljós fyrir metnaðarfulla og heildstæða stefnu og aðgerðir í öllu samfélaginu,“

segir í skýrslunni. Fram kemur að árið 2020 hafi Evrópa einstaka möguleika á að leiða alþjóðlegt viðbragð við áskorunum um sjálfbærni.

„Nú er kominn tími til að bregðast við.“

Um ógnir sem kunna að þvælast fyrir mikilvægum umbótum segir m.a. í skýrslunni að atvinnulíf, framleiðslu- og neyslukerfi samtímans hafi þróast saman í áratugi þannig að róttækar breytingar á þessum kerfum muni líklega „trufla fjárfestingar, störf, hegðun og gildi og skapa viðnám frá atvinnugreinum, svæðum eða neytendum sem hafa áhrif á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín endurkjörin

Þorgerður Katrín endurkjörin