Miðvikudagur 11.desember 2019
Eyjan

Ráðlagði mennta- og menningarmálaráðuneytið RÚV að brjóta lög?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 voru sett lög sem kváðu á um að RÚV ætti að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur og tóku þau gildi í ársbyrjun 2018. RÚV hefur ekki enn stofnað dótturfélagið og var fundið að því í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í framhaldi af birtingu skýrslunnar sagði Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, að með skýrslunni hafi óvissu um stofnun dótturfélagsins verið eytt en óvissa hafi ríkt um þau mál vegna virðisaukaskattsmála. Starfshópi hefur nú verið falið að stofna dótturfélag.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í kjölfar ummæla Kára hafi Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi, sagt að aldrei hafi nein óvissa ríkt um þetta.

„Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“

Sagði Skúli um málið.

Á mánudag í síðustu viku sendi stjórn RÚV síðan frá sér tilkynningu þar sem skýrt var frá bréfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til RÚV en það er dagsett 10. október 2018. Í bréfinu var RÚV að sögn tilkynnt að „farið yrði yfir málið“ þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar lægi fyrir og af þeim sökum hafi stjórnin ekkert aðhafst í málinu.

Fréttablaðið sendi fyrirspurn til ráðuneytisins í síðustu viku þar sem óskað var eftir umræddu bréfi og svörum við hvort rétt sé að ráðuneytið hafi ráðlagt RÚV að fara ekki að lögum. Blaðið segir að fyrir helgi hafi ráðuneytið gefið til kynna að svar væri væntanlegt en það hafi ekki enn borist.

Málið er sagt viðkvæmt innan ráðuneytisins. Þar sé hópur embættismanna sem hafi mikinn vilja til að ganga erinda RÚV fram fyrir ráðuneytið og aðrar stofnanir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“

Kristján Þór lofar óháðri rannsókn – „Stórtíðindi“
Eyjan
Í gær

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar

Auknar líkur á að klukkunni verði seinkað á Íslandi – Sjáðu umsagnir þjóðarinnar
Eyjan
Í gær

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu

Fjallar um vafasöm vinnubrögð Bjarna Ben og Samherja í grein um spillingu
Eyjan
Í gær

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“

Eldri leikskólakennarar sárir eftir nýfallinn dóm: „Eru þetta þakkirnar eftir 38 ára starf?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lög um styrki til stjórnmálaflokka farið framhjá sumum sveitarfélögum

Lög um styrki til stjórnmálaflokka farið framhjá sumum sveitarfélögum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Á slóðum Braga Kristjónssonar

Á slóðum Braga Kristjónssonar