fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Áslaug tilkynnir um tímabundinn arftaka Haralds: Var á meðal þeirra sem lýstu yfir vantrausti á hann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, mun gegna embætti ríkislögreglustjóra tímabundið í stað Haraldar Johannessen sem sagði upp störfum í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í hádeginu. Á fundinum sagði Áslaug að Kjartan hafi orðið fyrir valinu vegna árangurs hans og velgengni í starfi sem lögreglustjóri á Suðurlandi.

Áslaug Arna tilkynnti einnig um það á fundinum að hún hyggst stofna lögregluráð sem mun samanstanda af lögreglustjórum landsins en ríkislögreglustjóri verður formaður ráðsins. Áslaug sagði þetta ráð vera stofnað til að sporna gegn ósamrými innan lögreglunnar sem hún segir vera helsti valdur neikvæðrar umfjöllunar um lögregluna í fjölmiðlum. Haraldur Johannessen vakti til að mynda mikla athygli í haust. Mikið hafði gengið á innan lögreglunnar og ekki batnaði ástandið eftir viðtal Morgunblaðsins við Harald. Þar lýsti Haraldur meintri rógsherferð gegn sér, óhæfum starfsmönnum lögreglunnar og spillingu innan hennar.

Í kjölfarið lýstu átta af níu lögreglustjórum á Íslandi yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og töldu hann óstarfhæfan. Þar á meðal formaður Lögreglustjórafélagsins, Úlfar Lúðvíksson. Aðeins Ólafur Helgi Kjartansson á Suðurnesjum kaus að taka ekki undir yfirlýsinguna.

Kjartan, sem tekur nú við af Haraldi, var því á meðal þeirra sem töldu Harald óstarfhæfan og lýstu yfir vantrausti á hann í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki