fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Eyjan

Gamli jólabærinn minn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. desember 2019 02:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með mér ágerist sú tilfinning að ég hafi verið til í gamla daga.

Uppáhalds jólaskrautið mitt þegar ég var lítill var bær í íslenskum stíl, með þremur burstum, mótaður úr pappa. Þessi bær var tekinn fram á jólunum. Hann var skreyttur með bómull, sem var ígildi snævar, spegill var lítil tjörn, en svo voru gerðir jólasveinar úr pípuhreinsurum. Smá glimmeri var stráð á bómullina – glimmer er víst bannvara núna.

Mér fannst þetta afar hátíðlegt. En einhverju sinni í tímans rás glataðist jólabærinn og var ekki settur upp aftur.

Frændur mínir bjuggu á neðri hæðinni. Pabbi þeirra var enn stórtækari. Hann bjó til glæsilega kirkju úr tómum eldspýtustokkum. Hún var svo máluð og skreytt um hver jól. Mér fannst hún algjörlega bera af öðru. Inn í hana var sett ljós svo lýsti út um gluggana.

Það eru ekki til neinar myndir af þessum dásemdum bernskunnar. Fólk var ekki að splæsa filmu á svonalagað í þá tíð. Helst voru teknar myndir af fólki í hóp og það skyldi vera brosandi.

Í seinni tíð hef ég komið mér upp blæti gagnvart jólakúlum, helst ef þær eru nógu litríkar og skrautlegar. Pólskar jólakúlur eru einna frábærastar, ég keypti nokkrar í Kraká fyrir rúmum áratug, á jólamarkaði þar, og síðar nokkrar í jólamarkaðnum í Hafnarfirði. En vandinn með jólakúlur er að þær eru viðkvæmar, vilja detta af jólatrénu þegar líður á jólin og það slappast.

Þess vegna er lítið af pólsku jólakúlunum eftir og mér hefur ekki tekist að finna nýjar. Þessi er þó ennþá heil og á henni hef ég sérstakt dálæti, ef rýnt er í stafina má sjá að þarna stendur Pingvallakirkja. Guðshúsið á kúlunni líkist ekki sérstaklega Þingvallakirkju, en kannski var heldur ekki átt við hana.

Þetta er jólapistill, endar með því að ég óska öllum lesendum fallegra og friðsælla jóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ölgerðin lækkar bjórverð í 188 krónur – Lækkunin sögð vegna Covid-19

Ölgerðin lækkar bjórverð í 188 krónur – Lækkunin sögð vegna Covid-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spáir verstu kreppu í 100 ár og segir verkalýðshreyfinguna skorta jarðtengingu – „Því miður eru sumir í afneitun“

Spáir verstu kreppu í 100 ár og segir verkalýðshreyfinguna skorta jarðtengingu – „Því miður eru sumir í afneitun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór: „Hefur ekkert með skoðanir SA eða viðhorf Viðskiptaráðs að gera“

Ragnar Þór: „Hefur ekkert með skoðanir SA eða viðhorf Viðskiptaráðs að gera“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn: Þú trúir því aldrei hvað Íslendingar sóa miklum mat árlega – Sláandi tölur

Ný rannsókn: Þú trúir því aldrei hvað Íslendingar sóa miklum mat árlega – Sláandi tölur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi hneykslaður – Laun hjúkrunarfræðings á gjörgæslu lækkuð um 41 þúsund krónur á tímum COVID-19

Logi hneykslaður – Laun hjúkrunarfræðings á gjörgæslu lækkuð um 41 þúsund krónur á tímum COVID-19
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar