fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hinn ómældi lúxus rafmagns, hita og rennandi vatns

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. desember 2019 02:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitavatnsæð rofnaði neðst í Öskjuhlíðinni í dag og það var tilkynnt að ekkert heitt vatn yrði í vesturborginni seinnipartinn og um kvöldið og jafnvel fram til átta í fyrramálið. En betur fór en á horfðist. Húsið hérna var orðið hrollkalt en nú er kominn hiti á ofnana. Rafmagnsofnarnir, teppin og kakóið sem var búið að taka fram reyndist mestanpart óþarft. Manni finnst næstum að maður hafi verið svikinn um eitthvað – pínulítið sýnishorn af hamförum sem þjappar fólki saman, svona eins og þegar maður var barn og rafmagnið fór af fyrir jólin.

Við megum kannski hugsa aðeins til þess að í raun búum við ómældum lúxus að hafa rennandi vatn, hita og rafmagn. Fyrir okkur er þetta sjálfgefið – en þegar það hverfur skekur það nánast tilveru okkar. Rafmagnsleysið nyrðra eftir óveðrið mikla hratt af stað hrinu ásakana þar sem allir bentu á alla.

Forfeður okkar og formæður bjuggu í heimi þar sem myrkrið á vetrum var óendanlegt. Mikil fyrirhöfn að ná í vatn. Sífelldur kuldi, saggi og bleyta. Íslendingar gripu meðal annars til þess ráðs að hafa fjósbaðstofur – híbýli þar sem var reynt að nota kýr sem hitagjafa. Kýr gefa frá sér mikinn hita. Það þekktist meira að segja að taka sauði með sér í bólið til að hafa úr þeim hitann. Í einhverri bók las ég útreikninga á hitanum sem annars vegar kýr og hins vegar kindur gefa frá sér.

Í skáldsögunni Eyðiland eftir Sigríði Björnsdóttur Hagalín er fjallað um Ísland þar sem öll þessi þægindi hverfa. Það er ekki gefin nein skýring – en allt í einu þarf fólk að bjarga sér sjálft. Þetta er ansi vel hugsuð bók hjá höfundinum – en eitt af því sem kemur á óvart er hverjir verða ofan á á Íslandi sem er svipt nútíma þægindum og þar sem er enginn her.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega