fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lögreglan rannsakar Hval hf: „Grunur um refsiverða háttsemi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. desember 2019 10:30

Kristján Loftsson er framkvæmdarstjóri og eigandi Hvals hf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum er talin hafa verið brotin af stjórnendum Hvals hf. Telur ríkissaksóknari að grunur leiki á um refsiverða háttsemi og hefur lögreglan á Vesturlandi málið til rannsóknar. Viðurlög kveða á um sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Fréttablaðið greinir frá.

Talið er að brotin hafi átt sér stað á þriggja ára tímabili, en málið hófst með kæru frá náttúruverndarsamtakanna Jarðavinum í fyrra á hendur Hval. Var verkun á hvalkjöti ekki talin í samræmi við reglugerð frá 2009 sem kveður á um að skera beri hvali undir yfirbyggingu, en ekki utandyra.

Matvælastofnun (MAST) hefur í þrígang gert athugasemdir við Hval hf, frá 2013-2015, þar sem Hvalur brást við með að byggja yfir hluta svæðisins og koma upp fuglalínum.

Ekki hafi hinsvegar komið til þvingunaraðgerða þá, þar sem hvalveiðar lágu niðri árin 2016 og 2017. Þá felldi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra út skylduna um yfirbyggingu í nýrri reglugerð 2018, eftir að hafa fengið bréf frá eiganda Hvals, Kristjáni Loftssyni, þar um.

Samkvæmt ríkissaksóknara er rökstuddur grunur um að hvalskurður hafi verið stundaður á óyfirbyggðum skurðafleti á tímabili þegar það var skylt samkvæmt lögum.

„Með vísan til þess sem að framan er rakið er að áliti ríkissaksóknara uppi grunur um refsiverða háttsemi af hálfu kærða,“

segir í afstöðuskjali ríkissaksóknara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun