fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Eyjan

Þjóðaröryggisráðið kom saman til að meta ástandið eftir óveðrið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 18:31

Mynd: Haraldur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var haldinn sérstakur fundur í þjóðaröryggisráði Íslands vegna þeirra aðstæðan sem komið hafa upp í framhaldi af ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og fyrradag.

Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum.

Greint er frá þessu á vef stjórnarráðs.

Fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra var boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands og gerðu þeir grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um land allt.

Á fundinum var farið yfir afleiðingar veðursins, stöðu mála og næstu skref. Ljóst er að miklar truflanir og bilanir hafa valdið rafmagnsleysi víða á Norðurlandi. Fjarskipti liggja niðri víða á sama svæði. Um fordæmalaust ástand er að ræða að þessu leyti og því þótti ráðlegt að boða þjóðaröryggisráð saman og fara yfir stöðuna sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um þjóðaröryggisráð. Þess er vænst að viðgerðir á flutningskerfi muni taka nokkra daga.

Staða mála verður rædd enn frekar á vettvangi ríkisstjórnarinnar á morgun þar sem fjallað verður um nauðsynlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma litið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“

Sjúkrahúsprestur Þjóðkirkjunnar: „Kirkjan ekki tekið neina afstöðu til dánaraðstoðar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi

Nokkur spjót standa á Dóru Björt fyrir ummælin um Eyþór og miðbæinn á Selfossi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“

Tommi opnar sig um framboðið – „Ég skal viðurkenna að ég hef enga reynslu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni

Sigurður segir óveðursskýin vofa yfir þjóðinni