fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Eyjan

Þegar rafmagnið fór af eyjunni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. desember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fáum árum dvöldum við fjölskyldan á grísku eyjunni Folegandros sem endranær. Þetta er frekar afskekktur staður, maður bruðlar ekki með vatn og rafmagn þar. En einn sumardaginn varð það óhapp að fiskibátur sleit sundur rafmagnskapalinn sem liggur til eyjarinnar. Þetta reyndist heldur bagalegt, því í kjölfarið fylgdi margra daga rafmagnsleysi hjá allflestum – öllum nema þeim sem eru svo forsjálir að eiga heimarafstöðvar.

Reyndar má geta þess að eyjan var ekki rafvædd fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar. Nútíminn var ekki að flýta sér að halda innreið sína.

Eins og oft er var rafmagnsleysið dálítið spennandi fyrst. Maður þurfti reyndar ekki að óttast kulda, en myrkrið var býsna þétt að kvöldlagi, menn tóku fram kerti og kyndla. Stjörnuhimininn sást vel. En svo varð það þreytandi. Aðallega vatnsskorturinn. Dælukerfið á eyjunni er knúið áfram af rafmagni. Það var ekki hægt að fara í sturtu né sturta niður úr klósetti. Það var heldur ekki hægt að elda neitt að ráði.

Svona var þetta í nokkra daga. Þá kom herskip frá Aþenu með rafstöð innanborðs, líkt og varðskipið Þór fer nú og færir Dalvíkingum rafmagn. Þetta virkaði vel og var ekkert vandamál með rafmagn þar til hægt var að gera við strenginn sem hinir ólánlegu fiskimenn höfðu slitið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Opið bréf með áskorun til ráðherra – Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið

Segir ásakanir Dóru á sandi reistar – Píratar samþykktu sjálfir skipulagið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG