fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Eyjan

Steingrímur sagður hafa tryllst: „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er sagður hafa veist að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, í vikunni með ókvæðisorðum. Vísir greinir frá þessu og þar segir Halldóra að Steingrímur hafi beðið hana afsökunar.

Í frétt Vísis segir:

„Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða.“

Tildrög þessa eru rakin í frétt Vísis en eins og alþjóð veit gekk mikið óveður yfir landið á þriðjudag. Skilningur þingmanna hafi verið að slíta ætti þingfundi klukkan 17 en Steingrímur hafi sagt við Halldóru í matsal Alþingis að útlit væri fyrir að þingfundur stæði lengur. Halldóra minntist á þessi orð forsetans þegar hún fór upp í pontu eftir umrætt samtal og virðist Steingrímur hafa verið ósáttur við það.

„Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ segir Halldóra í fréttinni og bætir við: „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu.“

Halldóra segir að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi verið þarna líka. Halldóra segir einnig að Steingrímur hafi beðið hana afsökunar og hún hafi tekið það gott og gilt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút