fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Helgi Hrafn rífur pistil Viljans í sig: „Ég kæri mig ekki um að mér séu lögð orð í munn“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kæri mig ekki um að mér séu lögð orð í munn og mér gerð upp óbeit á þjóðkirkjunni því að hún er ekki til staðar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Helgi Hrafn tjáði sig um nafnlausan pistil sem birtist á vef Viljans í gær, en í honum var Helgi gagnrýndur harðlega fyrir tvískinnung og vanhæfni í málflutningi, fyrir að berjast á Alþingi gegn hagsmunum þjóðkirkjunnar á sama tíma og eiginkona hans er formaður Siðmenntar, sem er mjög stórt og öflugt lífskoðunarfélag. Eyjan fjallaði um málið í gær.

Í pistlinum sagði meðal annars að siðareglur ættu ekki við um Pírata og að Helgi væri „þekktur fyrir að ráðast á Þjóðkirkjuna hvenær sem tækifæri gefst og jafnvel oftar“.

Helgi steig í pontu á Alþingi í gær þar sem hann reif pistilinn í sig. Nefndi hann sjö atriði máli sínu til stuðnings.

„Í fyrsta lagi er fullyrt að Píratar telji sig sjálfa aldrei vanhæfa. Þetta er rangt. Ég lýsti sjálfur yfir tengslum mínum við hagsmunaaðila í máli fyrir réttri viku og sat hjá við atkvæðagreiðslu af þeim sökum. Sömuleiðis hefur hv. þm. Björn Leví Gunnarsson gert hið sama vegna tengsla sinna, að hans mati, við Menntamálastofnun í atkvæðagreiðslu.

Í öðru lagi þarf ekki konuna mína til að sýna fram á tengsl mín við umrætt lífsskoðunarfélag. Ég er, eins og ég hef margsinnis bent á sjálfur, fyrrverandi stjórnarmaður þess ágæta félags.

Í þriðja lagi varðar kirkjujarðasamkomulagið og málið sem hér er til umræðu ekki hagsmuni annarra trú- og lífsskoðunarfélaga á nokkurn hátt að mér vitandi. Það eru mér miklar fréttir ef þetta mál varðar aðra hagsmuni en þjóðkirkjunnar og ríkissjóðs. Hér berst ég fyrir réttindum og hagsmunum skattgreiðenda fyrst og fremst og krefst þess einungis að við vinnum með jafnræði fyrir lögum að leiðarljósi.

Í fjórða lagi varðaði umkvörtun mín fyrst og fremst þinglega meðferð málsins. Jafnvel raunveruleg hagsmunatengsl eins réttlæta ekki fúsk annars.

Í fimmta lagi er ég að berjast fyrir jafnræði fyrir lögum. Er skilyrði þess að berjast fyrir réttindum minnihlutahóps að vera með öllu ótengdur þeim sama minnihlutahópi? Er karlmaður vanhæfur til að berjast fyrir jafnrétti kvenna ef hann er giftur konu? Auðvitað ekki. Hugmyndin er fráleit.

Í sjötta lagi er andstyggð mín á ósanngjörnum og óheiðarlegum samningum sem veita einu trúfélagi forréttindi umfram önnur ekki það sama og andstyggð á trúfélaginu sjálfu. Þetta ætti að vera skýrt. Ég kæri mig ekki um að mér séu lögð orð í munn og mér gerð upp óbeit á þjóðkirkjunni því að hún er ekki til staðar. Ég vil bara að trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi séu jöfn, njóti sömu réttinda og hafi sömu skyldur.

Í sjöunda lagi og síðasta veigra ég mér bara ekkert við að viðurkenna tengsl og vanhæfi, tilkynna þau að mínu eigin frumkvæði og sitja hjá við atkvæðagreiðslur eftir atvikum. Í því felst enn fremur engin skömm heldur þvert á móti ábyrgð.“

Helgi endaði ræðu sína á þessum orðum:

„Að lokum segi ég bara: Ég fagna því ef við ætlum að fara að ræða meira um vanhæfi og hagsmunatengsl. Það væri bragarbót á þessu þingi að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG