Laugardagur 28.mars 2020
Eyjan

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað haldiði að Píratar hefðu sagt ef eiginmaður eða eiginkona biskups Íslands hefði gengið fram með slíkum hætti í þinginu gegn öðrum trúfélögum?“ skrifar Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, á Facebook-síðu sína, þar sem hann deilir nafnlausum pistli af vefriti sínu. Þar er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndur harðlega fyrir tvískinnung og vanhæfni í málflutningi, fyrir að berjast á Alþingi gegn hagsmunum þjóðkirkjunnar á sama tíma og eiginkona hans er formaður Siðmenntar, sem er mjög stórt og öflugt lífskoðunarfélag.

Í pistlinum á Viljanum segir meðal annars:

Siðareglurnar eiga nefnilega ekki við Píratana sjálfa.

Þetta varð endanlega ljóst við umræður á Alþingi í gær, þar sem ljóst varð að Píratar telja ekki að vanhæfisreglur eigi heldur við um þá, þegar þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson steig í pontu og lenti í miklu orðaskaki við forseta Alþingis vegna kirkjujarðasamfélagsins.

Helgi Hrafn, sem er þekktur fyrir að ráðast á Þjóðkirkjuna hvenær sem tækifæri sem gefst og jafnvel oftar, sagði samning ríkisins um kirkjujarðirnar vera „óheiðarleg­an og til skamm­ar að taka ætti hann til meðferðar með svo stutt­um fyr­ir­vara og svo skömmu fyr­ir jóla­frí.“

Síðan bendir pistilhöfundur á að eiginkona Helga, Inga Auðbjörg Straumland, er formaður Siðmenntar og segir síðan:

Það þarf því ekki langskólanám í stjórnmála- eða stjórnsýslufræðum til að finna út að Helgi Hrafn er bullandi vanhæfur til að ræða þessi mál, hvað þá beita sér gegn umræddum samningum eða hafa áhyggjur af áhrifum þeirra á aðra trúarsöfnuði í landinu, svo notuð séu hans eigin orð.

En mun Helgi Hrafn átta sig á því?

Glætan.

Viljinn segir síðan að Píratar hafi litlar áhyggjur af spillingarmálum þar sem þeir sjálfir komast að kjötkötlunum enda hafi þeir verið duglegir við að þagga niður spillingarmál í borginni eftir að þeir komust þar í meirihlutasamstarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Í gær

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19
Eyjan
Í gær

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19