fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki Lindarhvol – Vinur Bjarna Ben fékk 100 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. desember 2019 17:45

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Lindarhvoll var sett á stofn til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum sem ríkið fékk í sinn hlut við nauðarsamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtæka. Lindarhvoll lauk starfsemi í febrúar 2018. Félagið kom umtalsverðum eignum í verð en talið er að þær hafi numið um 60 milljörðum króna að verðmæti þegar það var stofnað.

Lögmannsstofan Íslög fékk greiddar 100 milljónir frá Lindarhvoli fyrir umsjón með rekstri þess. Rekstrarkostnaður Lindarhvols á sama tíma nam 196 milljónum króna, en félagið greiddi Íslögum 80 milljónir fyrir umsjón með rekstri þess, en virðisaukaskattur nam 19 milljónum króna. Var félaginu síðan slitið í febrúarbyrjun í fyrra.

Sjá nánar: Steinar fékk 100 milljónir frá fjármálaráðuneytinu og er sagður vinur Bjarna Benediktssonar – „Vel til þess fallinn“

Kallar eftir skýrslu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram beiðni um skýrslu til Alþingis um starfsemi félagsins frá Ríkisendurskoðanda:

„Það er mikilvægt að almenningur geti treyst því að ríkið verji fjármunum sínum á skynsamlegan hátt og að samningar við einkaaðila séu gerðir á málefnalegum grundvelli. Því er tilefni til að ríkisendurskoðandi geri úttekt á starfsemi félagsins. Almenningur á rétt á því að vita hvort opinberra hagsmuna hafi verið gætt í starfsemi Lindarhvols.“

Í úttektinni Vill Inga að verði m.a. athugað:

−      hvort félagið hafi efnt skyldur sínar samkvæmt samningi við ríkissjóð um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna,
−      hvort starfsemi félagsins og stjórnar hafi fylgt samþykktum starfsreglum,
−      hvaða verkferlum stjórn og starfsmenn félagsins fylgdu í störfum sínum,
−      á hvaða forsendum starfskjör stjórnar og starfsmanna félagsins voru ákveðin,
−      hvaða eignum félaginu var falið að ráðstafa,
−      hvernig verðmat eigna félagsins fór fram,
−      hvernig söluferli eigna félagsins fór fram,
−      hvað var greitt fyrir eignir sem félagið seldi,
−      hvort söluverð eigna félagsins hafi verið hærra eða lægra en verðmat þeirra,
−      hverjir keyptu eignir félagsins,
−      hvaða ráðgjöf og þjónustu félagið keypti,
−      á hvaða grundvelli félagið keypti ráðgjöf og þjónustu,
−      hvaða sjónarmið réðu för við mat á því hvort kaupa ætti ráðgjöf og þjónustu,
−      hvaða sjónarmið réðu för við val á því af hverjum ráðgjöf og þjónusta var keypt og á hvaða verði,
−      hvort sú ráðgjöf og þjónusta hafi skilað tilætluðum árangri.

 

Skýrslubeiðnin er að frumkvæði Ingu sem er fyrsti flutningsmaður. Með henni á beiðninni eru þingmennirnir Guðmundur Ingi Kristinsson (Flokki fólksins), Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jón Þór Ólafsson (Pírötum), Helga Vala Helgadóttir, Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson (Samfylkingu) og Þorsteinn Víglundsson (Viðreisn).

Níu þingmenn þarf til að skýrslubeiðni frá Alþingi verði samþykkt þannig að ljóst er að þessi beiðni fær samþykki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19