Þriðjudagur 28.janúar 2020
Eyjan

Vilhjálmur læknir: „Er gamli Landspítalinn of dýr fyrir þjóðina?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. desember 2019 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, skrifar á Eyjubloggið í dag um stefnu stjórnvalda gagnvart rekstrarvanda Landspítalans þar sem niðurskurður blasir við. Nefnir hann að Íslendingar veiti minnstu fé til heilbrigðismála af Norðurlöndunum og sé undir meðaltalinu af öllum ríkjum OECD síðastliðinn áratug:

„Þrátt fyrir að vera fámenn og dreifbýl þjóð og sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að réttlæta hlutfallslega hærri kostnað í rekstri heilbrigðiskerfisins en hjá öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við,“

segir Vilhjálmur og lýsir ástandinu á vinnustaðnum:

„Allir geta séð ástandið t.d. í bráðaþjónustunni okkar á BMT LSH. Þar fer álagið sífellt vaxandi vegna mikils yfirfæðis aðsóknar og ekki síður fráflæðisvanda vegna skorts á sjúkrarúmum á deildum spítalans og jafnvel 30-50 sjúklingar bíða dögum saman á göngum deildarinnar efir innlagnaplássi, flest eldra fólk. Mest vegna þess að starfsfólk vantar á öðrum deildum spítalans (hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) til að halda deildunum að fullu opnum. Álagið á starfsfólk er oft á tíðum ómanneskjulegt. Og til að skapa enn fleiri biðpláss eftir innlögnum er m.a. búið að taka ákvörðun um að sameina deildina G3 á BMT LSH og flestir þekkja sem gömlu Slysó, við deildina niðri á G2 og fá þannig fleiri rúmapláss. Á deild sem er ætlað til skyndigreiningar og meðferðar á bráðsjúkum og slösuðum, ekki sem “innlagnadeild” til frekari sjúkdómsgreiningar, meðferðar og endurhæfingar og sem tilheyra auðvitað allt öðrum sviðum læknisfræðinnar!!!“

Vilhjálmur nefnir einnig að skera verði niður hefðbundna slysa- og bráðaþjónustu á Slysó til að mæta fráflæðisvandanum, sem nýr spítali leysi ekki nema að litlu leyti. Vill hann frekar fá fleiri hjúkrunarheimili innan sveitarfélaganna.

Enn frekari dragbítur

Þá segir Vilhjálmur að stofnkostnaður upp á 100 milljarða eigi ekki að reiknast sem árleg fjárveiting til Landspítalans sérstaklega:

„Miklu heldur til hins opinbera hlutafélags Nýs Landspítala ohf. og sem farið hefur sínar eigin leiðir í byggingaáformunum og sem á ekkert skylt við daglegan rekstur Landspítalans, en sem að lokum tekur við rekstri bygginganna og framkvæmdunum sjálfum lokið. Heldur ekki í fjárveitingum í fjárlögum til heilbrigðismála sérstaklega og árlegar tölur OECD miðast t.d. jú við. Ekkert heldur frekar í raun en fjárveitingar til annarra opinberra hlutafélaga eins og t.d. RÚV ohf. og sem ekki flokkast undir neina beina heilbrigðisþjónustu. Að öðrum kosti verður Nýr Landspítali ohf. enn frekari dragbítur á rekstrarþáttum heilbrigðisþjónustunnar allrar komandi ár og löngu áður en hann kemur að nokkru gagni sem slíkur. Hvað árlegan rekstur Landspítalans sjálfs hins varðar, aukið rekstrarfjársvelti, niðurskurð á þjónustu og minni mannauðsuppbyggingu til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Hissa á brotthvarfi Guðmundar: „Algjörlega galnar fréttir að vestan“

Hissa á brotthvarfi Guðmundar: „Algjörlega galnar fréttir að vestan“
Eyjan
Í gær

Lækna-Tómas segir álverið í Straumsvík dauðvona – „Góðar fréttir fyrir íslenska náttúru“

Lækna-Tómas segir álverið í Straumsvík dauðvona – „Góðar fréttir fyrir íslenska náttúru“
Eyjan
Í gær

Óttast uppsagnir: „Auðvitað ber maður kvíðboga gagnvart stöðu starfsfólks“

Óttast uppsagnir: „Auðvitað ber maður kvíðboga gagnvart stöðu starfsfólks“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarni fimmtugur – dálítið breyttir tímar

Bjarni fimmtugur – dálítið breyttir tímar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Báknið blæs út: Mikil fjölgun starfsmanna, nefnda, ráða og stjórna hjá ríkinu

Báknið blæs út: Mikil fjölgun starfsmanna, nefnda, ráða og stjórna hjá ríkinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ástráður gleymdist vegna mannlegra mistaka – Var einnig meðal umsækjenda

Ástráður gleymdist vegna mannlegra mistaka – Var einnig meðal umsækjenda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eyjaskeggjar sem töpuðu miklu á íslenska bankahruninu en eru nú að sökkva í sjó

Eyjaskeggjar sem töpuðu miklu á íslenska bankahruninu en eru nú að sökkva í sjó
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verklegar framkvæmdir opinberra aðila alls 132 milljarðar

Verklegar framkvæmdir opinberra aðila alls 132 milljarðar