fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Eyjan

Ágúst Ólafur bendir á ódýr verkefni sem gætu bætt samfélagið: „Af hverju við erum ekki löngu búin að þessu?“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar fréttum um aukna geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Verkefnið sé þarft en auk þess ódýrt fyrir ríkið þar sem það kostar aðeins 70 milljónir króna. Hann bendir á fleiri verkefni sem hægt væri að ráðast í með sambærilegum hætti í færslu á Facebook.

„Ég var hins vegar að velta fyrir mér að í ljósi þess að þetta þjóðþrifaverk kostar einungis 70 milljónir kr. (sem er reyndar svipað og einn starfslokasamningur ríkislögreglustjóra en það er önnur saga…) af hverju við erum ekki löngu búin að þessu og hversu mörg önnur „ódýr“ verkefni við gætum gert.“ 

Ágúst bendir á að í ljósi þess að fjárlög ríkisins séu þúsund milljarðar þá séu nokkur verkefni sem ríkið gæti með góðu móti ráðist í án þess að finna mikið fyrir því.

„Dæmi um verkefni sem við gætum gert án þess að sjá högg á vatni í ríkisfjármálunum:

1. Vinna á lengstu biðlistum í sögu SÁÁ (200 mkr. myndu duga hér.)

2. Vinna á 2 ára biðlistum Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem m.a. annast greiningar vegna barna með víðtækar þroskaskerðingar s.s. einhverfu og hreyfihamlanir. (170 mkr.)

3. Treysta rekstrargrundvöll Samtaka 78 um 30 mkr.

4. Stofna sjónvarpssjóð í anda kvikmyndasjóðs (300 mkr.) en þessi aðgerð myndi í raun búa til peninga fyrir ríkið á móti vegna aukinna umsvifa.

5. Auka niðurgreiðslu sálfræðiaðstoðar (300 mkr.)

Samanlagt myndu þessi verkefni kosta einn milljarð sem kannski hljómar mikið en þetta er þó einungis 0,1% af því sem við inn á Alþingi vinnum með.“

Hvað segja lesendur, ætti ríkið að ráðast í ofangreind verkefni ? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair

Óvissa með þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Icelandair
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þessir vilja verða lögreglustjórar á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum

Þessir vilja verða lögreglustjórar á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum