fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Steingrímur segist hafa gert mistök – Þingmaður Pírata: „Þetta er asnalegt og það er óréttlátt að koma svona fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 19:16

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag óskaði Þorsteinn Víglundssonn, þingmaður Viðreisnar eftir því að fá að beina fyrirspurn til umhverfis- og auðlindarráðherra. Þorsteinn vildi síðan eftir á að hyggja frekar beina spurningunni til Lilju D. Alfreðsdótttur menntamálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leyfði Þorsteini það en sagði síðan að hann hefði gert mistök og að þetta yrði ekki leyft í framtíðinni. Steingrímur uppskar í kjölfarið harða gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. RÚV greindi frá þessu.

„En í ljósi þess sem kom fram síðar að tilefnið var nýtt til að bera fram fyrirspurn sem þegar hafði verið borin upp og svarað lítur forseti svo á að hann hafi gert mistök,“ sagði Steingrímur. Hann úrskurðaði að héðan í frá myndi það ekki vera hægt að breyta skráningu á óundirbúinni fyrirspurn eftir að þær eru hafnar. „Þessi fyrirspurnatími er ekki hugsaður þannig að hann breytist í kappræður og menn geti valið sér eftir því hvernig umræðan fram vindur [ráðherra til svara]. Þess vegna ber mönnum að skrá þá inn um leið og þeir biðja um orðið.“

Eins og áður segir var Steingrímur gagnrýndur fyrir þetta af stjórnarandstöðunni en Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði að hún áttaði sig ekki á því hvað það var sem Þorsteinn sagði sem gerði það að verkum að Steingrímur brástt svona við. Þorsteinn sjálfur undraðist úrskurð forsetans. „Ég sé ekki betur en hér sé einfaldlega vegið að frelsi okkar þingmanna til óundirbúinna fyrirspurna til hæstvirtra ráðherra.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, brást einnig við þessu. Hún las upp úr þingskaparlögum og sagði að þar væri ekkert um efni og innihald spurninga sem þingmenn mættu spyrja í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta er asnalegt og það er óréttlátt að koma svona fram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.

Oddný Harðardótttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, bað Steingrím um að endurskoða úrskurðinn. Oddný sagði þá að hún hafi verið lengi á Alþingi en ekki munað eftir því að óskir eins og sú sem Þorsteinn hafði hafi valdið einhverum vandræðum. Hún sagði úrskurð forseta vera óþarfan og að hann grafi undan fyrirspurnatíma þingmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli