Sunnudagur 15.desember 2019
Eyjan

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist enginn vita hver verður næsti útvarpsstjóri. Ýmis nöfn eru nefnd en ekkert þeirra er fullkomlega sannfærandi. Einu sinni voru gamlir menningarvitar ráðnir í þetta starf, nokkurs konar varðmenn íslenskrar menningar, en líklega horfa menn núorðið líka til stjórnunarreynslu og kunnáttu í excel. Jafnvel að viðkomandi sé með MBA, þótt The Economist segi að það sé úrelt í núverandi mynd.

Það er talað um að kona hljóti að fá djobbið fyrst karl var ráðinn í starf Þjóðleikhússtjóra og sem ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Getur vel verið.

Ég er ekki sérstaklega að íhuga að sækja um en langar að benda á að ég er einn af fáum blaðamönnum sem enn eru starfandi sem getur sagst hafa skrifað leiðara í Tímann, málgagn Framsóknarflokksins, flokks menntamálaráðherra. Þetta voru nokkrir leiðarar, en það er svo langt síðan að einn þeirra fjallaði um efnilegan stjórnmálamann sem var talinn líklegur til að verða aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, það var Mikhael Gorbatsjov.

Það skiptir ekki máli í þessu samhengi, en ég læt þess getið að ég hef líka skrifað leiðara í Alþýðublaðið. Það var um miðbik síðasta áratugs tuttugustu aldar – í Alþýðublaðið skrifaði ég reyndar líka dálka undir heitinu Silfur Egils.

En ég hef semsagt skrifað leiðara í dáin flokksblöð tveggja helstu stjórnmálaflokka Íslands á síðustu öld – annar flokkurinn lifir enn, hinn hefur gefið upp öndina. Listinn yfir horfin blöð sem ég hef párað eitthvað í er reyndar ansi langur.

Má segja að maður sé hokinn af reynslu eftir langan tíma blaðamennsku – kannski aðeins farinn að bogna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“