Mánudagur 17.febrúar 2020
Eyjan

Katrín stýrði fundi nýs Þjóðhagsráðs í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 14:22

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stýrði í dag fyrsta fundi nýs Þjóðhagsráðs í dag. Hagstjórn, velsældarmælikvarðar, greiðsluþátttaka sjúklinga og grænir skattar voru til umræðu á fundinum, samkvæmt tilkynningu.

„Samspil peningastefnu, fjármálastefnu hins opinbera og ákvarðana á vinnumarkaði við núverandi aðstæður var umfjöllunarefni erindis sem Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, flutti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti undirbúning fjármálaáætlunar og velsældaráherslur. Þá fór Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, yfir greiðsluþátttöku sjúklinga, stöðuna, aðgerðir og áhrif á ráðstöfunartekjur. Að lokum fór Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, yfir græna skatta, hvata og ívilnanir.“

Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Í ráðinu sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, seðlabankastjóri, forseti ASÍ, formenn BSRB, BHM og KÍ og framkvæmdastjóri SA. Alls eru þetta tíu manns, fimm konur og fimm karlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn skipar eigið loftslagsráð

Sjálfstæðisflokkurinn skipar eigið loftslagsráð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórdís Lóa og Reykjavíkurborg sögðu ósatt um braggaskýrsluna – „Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu“

Þórdís Lóa og Reykjavíkurborg sögðu ósatt um braggaskýrsluna – „Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu“