fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Vandinn við að vera woke

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þið ættuð sem fyrst að hrista af ykk­ur þessa hug­mynd um tær­leika, óskeik­ul­leika, að þú sért alltaf póli­tískt „woke“. Ver­öld­in er ekki klippt og skor­in. Það eru grá svæði og álita­mál. Fólk sem ger­ir frá­bæra hluti hef­ur sína galla og fólkið sem þið eruð að berj­ast gegn kann að elska börn­in sín og eiga ým­is­legt sam­eig­in­legt með ykk­ur. Eitt hættu­merki sem ég sé meðal ungs fólks, sér­stak­lega í há­skól­um – og sam­fé­lags­miðlarn­ir magna þetta upp – er að maður fær stund­um á til­finn­ing­una að hugs­un­in sé: „Leiðin til að breyta sam­fé­lag­inu er að dæma aðra eins hart og mögu­legt er. Og það er nóg. Ef ég birti at­huga­semd á Twitter um hvernig þú gerðir eitt­hvað vit­laust eða notaðir rangt orð, þá get ég slakað á og klappað sjálf­um mér á bakið. Sástu hvað ég var „woke“? Ég fletti ofan af þér. Best að horfa á sjón­varpið.“ – Þetta er ekki aktíf­ismi. Þetta er ekki að stuðla að breyt­ing­um. Það er ólík­legt að það skili mikl­um ár­angri að kasta bara stein­um. En það er mjög auðvelt.“

Ofangreind orð eru eftir Barack Obama Bandaríkjaforseta, úr ræðu sem hann hélt fyrir skemmstu. Þar varaði hann ungt fólk við dómhörku – á tíma samfélagsmiðla. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra notar þessi orð Obamas sem uppistöðu í grein sem hún skrifaði og birtist í Morgunblaðinu í gær.

Þetta er ágæt grein – hana má lesa hér að ofan og á vef Morgunblaðsins.

Woke er tískuorð dagsins í dag. Í sjónvarpsþættinum Kappsmáli var í haust kallað eftir íslensku heiti yfir þetta hugtak. Það fannst held ég ekki. Ekkert hefur allavega náð útbreiðslu. Í íslensku hefur reyndar lengi verið til orðið „meðvitaður“ sem fangar þetta nokkurn veginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“