fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Eyjan

Þorgerður Katrín með fast skot á Mjólkursamsöluna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skaut föstum skotum á Mjólkursamsöluna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.

Þorgerður ræddi þar ferð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til Rússlands en með í för var viðskiptasendinefnd sem er meðal annars skipuð fulltrúum nítján fyrirtækja og Rússnesk-íslenska viðskiptaráðið þar sem Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er formaður.

Í ræðu sinni kom Þorgerður inn á það að mikilvægt væri okkur Íslendinga að reyna að opna fyrir viðskipti með vörur okkar Íslendinga í útlöndum.

„Þess vegna skiptir til að mynda máli að í ferð utanríkisráðherra til Rússlands, í opinberri heimsókn, hvorki meira né minna, séu skilaboðin skýr því að verið er að tala fyrir því að reyna að opna á ný markaði fyrir íslenskar vörur, ekki síst matvæli. Á sama tíma verða skilaboðin líka að vera skýr, að við séum ekki að slíta okkur úr samfloti frá vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum, ESB-þjóðunum eða NATO.“

Þorgerður ræddi svo viðskiptaþvinanir Rússa. „Rússar réðust inn í frjálst og fullvalda ríki og þeir tóku Krímskaga. Viðskiptabannið snertir herflutninga sem og það að koma í veg fyrir peningaþvætti ólígarkanna og vina forseta Rússlands. Á móti settu Rússar viðskiptabann á vörur frá Íslandi, ekki síst matvæli. Það er auðvitað miður en það verður líka að vera alveg skýrt í svona ferð, sem ég vona að opni dyr fyrir okkar frábæru íslensku útflutningsvörur, að við gerum það ekki á grunni þess að brjóta prinsipp í vestrænu samstarfi sem byggja undir lýðræði, lýðréttindi og mannréttindi. Það verður að vera alveg skýrt af hálfu okkar Íslendinga.“

Þorgerður endaði svo ræðuna á skoti á Mjólkursamsöluna.

„Það er síðan kaldhæðnislegt, virðulegi forseti, að í föruneyti ráðherra, vel að merkja í ferð til að opna á viðskiptafrelsi, er íslenskt einokunarfyrirtæki á mjólkurmarkaði. Það fyrirtæki þyrstir eðlilega í útrás, viðskiptafrelsi o.s.frv., en á sama tíma berst það fyrirtæki hatrammlega gegn innflutningi og samkeppni hér heima fyrir — með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna og reyndar Miðflokksins líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Harðar ásakanir á aðalfundi Eflingar þegar brottrekinn bókari hélt ræðu

Harðar ásakanir á aðalfundi Eflingar þegar brottrekinn bókari hélt ræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarþingmaður tekur upp hanskann fyrir Svandísi

Stjórnarþingmaður tekur upp hanskann fyrir Svandísi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðni telur að þetta muni valda meiri dauða en COVID-19 og krabbamein

Guðni telur að þetta muni valda meiri dauða en COVID-19 og krabbamein
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna

Skoða beina fjárstyrki til verst settu sveitarfélaganna