Sunnudagur 08.desember 2019
Eyjan

Rangar tölur hjá Play – Helmingi færri ferðamenn: „Þessar tvær stærðir ganga ekki upp“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:00

Flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í gær. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hafa gert ráð fyrir því að farþegar félagsins verði samtals 4,3 milljónir á næstu þremur árum. Greint var frá þessum áformum í Morgunblaðinu í dag en þar kemur einnig fram að Play ætli að flytja um 1,7 milljón ferðamanna til landsins.

Þetta eru háar tölur frá Play en Kristján Sigurjónsson á vefsíðunni Túristi.is var ekki sannfærður. „Þessar tvær stærðir ganga þó ekki upp í þessu samhengi nema þrír af hverjum fjórum farþegum Play verði erlendir ferðamenn,“ segir í frétt Túrista um málið. „Ástæðan er sú að flugfarþegar eru ávallt taldir á hverjum fluglegg, bæði þegar þeir fljúga til og frá landinu. Ferðamaðurinn er aftur á móti aðeins talinn einu sinni við landamærin.“

Túristi beindi þess vegna spurningu til Boga Guðmundssonar, eins af framkvæmdarstjórum Play, en hann var viðmælandi Morgunblaðsins. Túristi spurði hvort ekki væri réttara að tala um að Play gæti flutt 850 þúsund ferðamann til landsins en ekki 1,7 millónir. Bogi svaraði þessari fyrirspurn Túrista og sagði að þetta væri rétt athugað, ferðamannafjöldinn verði þá nær 900 þúsundum. Bogi segir svo að það hafi ekki verið ætlunin að villa um fyrir fólki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“